Netöryggisstyrkur heyrir undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og er veittur á grundvelli 42. gr. laga um opinber fjármál nr. 123/2015. Styrkurinn er að helmingi fjármagnaður með Digital Europe áætluninni og að helmingi af ríkissjóði. Hlutverk styrksins er að styðja verkefni á sviði netöryggis á Íslandi. Styrkir eru ætlaðir til þess að efla við aðlögun og innleiðingu á nýjum netöryggislausnum og hönnun þeirra meðal íslenskra fyrirtækja og opinberra aðila.
Netöryggisstyrknum er úthlutað frá National Coordination Centre á Íslandi, Eyvör NCC-IS. Rannís sér um umsýslu styrksins. Umsóknir um styrki eru metnar út frá hlutverki og áherslum styrksins hverju sinni og stuðlar beint að sértæku markmiði nr. 3 í vinnuáætlun Digital Europe 2021 – 2022 sem lýtur að því að tryggja víðtæka innleiðingu og þekkingu á netöryggislausnum innan Evrópuríkja. Sérstök áhersla er á þekkingaruppbyggingu og innleiðingu nýjustu netöryggislausna meðal lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en einnig er horft til samstarfs atvinnulífsins og opinberra aðila í samræmi við Netöryggisstefnu Íslands 2022 – 2037.
Eyvör NCC-IS er hluti af neti evrópsku sérfræðimiðstöðvarinnar í netöryggi, European Cyber Security Competence Center (ECCC), og er stuðningurinn ætlaður að uppfylla markmið ECCC, sem skilgreind eru í reglugerð (ESB) 2021/887 frá Evrópusambandinu.
Umsókn verða að fylgja eftirfarandi fylgigögn
Ferilskrá tengiliðs/verkefnisstjóra.
Leyfilegt er að umsókn fylgi eftirfarandi fylgigögn:
Rafrænt umsóknakerfi
Vinsamlegast hafið eftirfarandi atriði í huga við gerð umsóknar:
Mikilvægt er að vista hverja síðu fyrir sig.
Hægt er að vista umsókn í vinnslu. Á 'Mínum síðum' í umsóknarkerfi Rannís er hægt að nálgast vistaðar umsóknir undir liðnum 'Umsóknir í vinnslu'. ATH. aðeins er hægt að vinna í einni umsókn til sjóðsins í einu, t.d. ef sendar eru tvær umsóknir þarf að vista og loka annarri á meðan að unnið er í hinni.
Athugið að þegar umsókn hefur verið send inn fær umsækjandinn staðfestingu á móttöku.
Á 'Mínum síðum' í umsóknarkerfi Rannís er hægt að nálgast pdf skjal innsendra umsókna undir liðnum 'Innsendar umsóknir'.
Ekki er mælt með því að nota Internet Explorer eða Microsoft Edge.
Fylgigögn verða að koma með umsókninni í umsóknarkerfinu - ekki verður tekið á móti fylgigögnum á annan hátt eftir að umsókn er send inn.