Fagráð metur umsóknir og gefur einkunnir í samræmi við matskvarða. Stjórn Eyvarar fær svo afhenta röðun umsókna og ákveður úthlutun styrkveitinga. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra staðfestir úthlutun með hliðsjón af umræddum lista frá stjórn Eyvarar.
Eftirtalin atriði eru lögð til grundvallar við mat umsókna:
Allir umsækjendur fá tilkynningu um hvort þeir hafi hlotið styrk eða ekki. Miðað er við að tilkynning um úthlutun sé birt á mínum síðum Rannís innan við tvo mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.
Verði af veitingu styrks er gerður skriflegur samningur milli Rannís og styrkþega, innan eins mánaðar frá því að styrkur er veittur. Styrkur er greiddur sem tvær greiðslur og er hann lagður inn á bankareikning viðkomandi styrkþega: Við undirritun úthlutunarskilmála koma 80% styrksins þegar til greiðslu en 20% eftir að rafræn lokaskýrsla um framkvæmd verkefnisins og ráðstöfun styrksins hefur borist stjórn, og kynning haldin þar sem helstu niðurstöður verkefnisins eru kynntar. Heimilt er þó að greiða styrkinn út í einu lagi ef heildarupphæðin er undir 1 millj. kr.