Úthlutanir 2021
Nýsköpunarverkefni
AlSiment umhverfisvænn arftaki sements - Gerosion
Markmið verkefnisins er að koma á markað ólífræna bindiefninu AlSiment, sem þjónar sama tilgangi og sement. AlSiment er byggt á geopolymer tækni og umhverfisáhrif þess eru ~70% lægri en sement (framleiðsla á tonni af sementi losar u.þ.b. tonn af CO2). AlSiment getur þannig verið partur af baráttunni gegn loftslagsbreytingum þar sem Ísland flytur inn um 200.000 tonn af sementi árlega. Gerosion framkvæmdi nýlega stórskala tilraunaframleiðslu með þessari tækni í TÞS verkefninu "Binding úrgangsefna með umhverfisvænu sementslausu steinlími" sem vakti mikla athygli hjá iðnaðinum, þar sem þetta var fyrsta notkun á geopolymer bindiefni utan tilraunastofu á Íslandi. Stefnir Gerosion á að viðhalda forskotinu með því að þróa 2 AlSiment
bindiefnategundir úr Íslenskum efnum, eina fyrir byggingariðnaðinn og eina fyrir kögglun hráefna fyrir orkufrekan iðnað. Fyrir hvert prósent af sementi sem er skipt út fyrir AlSiment er hægt að draga úr koltvísýringslosun Íslendinga um 1400 tonn. Því eru möguleg áhrif verkefnisins á losun gróðurhúsalofttegunda töluverð, þar sem hægt er að draga verulega úr umhverfisfótspori byggingariðnaðarins.
Bokashi fyrir sveitarfélög, ný umhverfisvæn nálgun í úrgangsmálum -Jarðgerðarfélagið
Markmið Jarðgerðarfélagsins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá lífrænum úrgangi um allt að 98,6% með því að beina hráefninu úr urðun og yfir í staðbundna, hagkvæma og umhverfisvæna hringrás. Þetta gerum við með því að þróa endurvinnsluferli sem kallast bokashi en það er aðferð til að jarðgerða lífrænt hráefni með gerjun í loftfirrtum aðstæðum. Jarðgerðarfélagið er fyrsta fyrirtæki í heiminum til að þróa og kvarða upp bokashi til endurvinnslu fyrir sveitarfélög.
Í júlí 2020 hófst tilraun í Rangárvallasýslu þar sem raunhæfi bokashi sem aðferð til meðhöndlunar á lífrænu hráefni sem fellur til frá heimilum í sýslunni var staðfest. Í þessu verkefni er sótt um styrk til frekari þróunar og innleiðingu á endurvinnsluferlinu byggt á þeirri reynslu. Markmiðið er að að stytta þann tíma sem fer í að meðhöndla lífræna hráefnið á sorpstöð, frá því að vera að meðaltali 11,9 klst niður í 4,2 klukkustundir fyrir hvert tonn af hráefni meðhöndlað. Þetta gerum við með því að grípa inn í á tveimur stöðum í ferlinu, annars vegar með því að fjárfesta í tækjabúnaði og hins vegar með áherslu á betri og notendavænni flokkun á heimilum.
Jarðgerðarfélagið hefur lagt sérstaka áherslu á að þróa bokashi með sveitarfélög á landsbyggðinni í huga. Lausnin sem þróuð verður er þó ekki einskorðuð við sveitarfélög á landsbyggðinni. Með árangri verkefninu sem við sækjum um styrk fyrir sköpum við tækfæri til að þjónustu þéttbýlli sveitarfélög á Íslandi og erlendis, fyritæki og stofnanir.
Food waste reduction through data science innovation and impact awareness - GreenBytes ehf.
Around one third of all food produced globally ends up in the garbage. This enormous amount of waste is one of the world's largest contributors to greenhouse gas emissions, producing 3.3 billion tonnes of CO2 annually. According to the WWF 11% of the worlds greenhouse gas emissions comes from food waste.
To combat food waste and its effects, this project is bringing together academics and companies in Iceland and abroad. In total, five entities across three countries will be working to reduce the impact of food waste and analyse the effect of reducing food waste and educate the public. This project is cyclical, and each goal is interdependent on the other and all aim to educate and innovate. First, we will reduce food waste in restaurants by working with students. Second, we will calculate how much waste was reduced and analyse the effects on the environment. Lastly, we will engage viewers and spread awareness about the importance of reducing food waste through an interactive visual medium.
Hermun vatnafars og losunar gróðurhúsalofttegunda í votlendi og framræstu landi- Vatnaskil ehf.
Losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstu landi er líklega stærsti þátturinn í heildarkolefnislosun Íslands. Því er vernd og endurheimt votlendis þýðingarmikið skref í loftslagsmálum og mögulega eitt mikilvægasta framlag Íslands til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Þannig liggja mikil tækifæri í nákvæmara mati á losun frá votlendi og framræstu landi bæði gagnvart nærsamfélaginu, alþjóðlegum loftslagssamningum og markmiðinu um kolefnishlutleysi árið 2040. Í verkefninu verður þróað reiknilíkan sem getur bætt núverandi mat á þeirri losun, en þannig verða stigin fyrstu skrefin að markmiðinu um að koma loftslagsbókhaldi á aðgerðaþrep 3 í samræmi við leiðbeiningar IPCC. Þannig verður unnt að beita líkönum samhliða tíðri og umfangsmikilli gagnasöfnun til að meta losun gróðurhúsalofttegunda frá votlendi og framræstu landi á heildstæðari og nákvæmari hátt en áður hefur þekkst.
Humble – Smáforrit gegn matarsóun - Humble ehf.
Smáforrit Humble er miðlægt markaðstorg sem spornar gegn matarsóun á sjálfbæran og arðbæran hátt. Matsöluaðilar geta nýtt sér smáforritið til þess að selja vörur sem nálgast síðasta söludag og boðið neytendum á lægra verði. Í smáforritinu sér notandinn yfirlit á þeim loftlagslega ábata sem það felur í sér að minnka matarsóun. Til viðbótar mun smáforritið nýtast aðilum sem þurfa á mataraðstoð að halda til að sækja sér matvæli á reisnarlegann hátt.
Kolefnisforði og CO2 flæði úr jarðvegi - samstarfsverkefni um vöktun á völdum landgerðum - Náttúrustofa Suðausturlands ses.
Íslensk stjórnvöld hafa sett sér markmið um 40% samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030, og kolefnishlutleysi árið 2040. Landnotkun er einn af stærstu losunarþáttum gróðurhúsalofttegunda sem standa þarf skil á gagnvart Parísarsáttmálanum en rekja má um 65% losunar á Íslandi til landnotkunar. Stjórnvöld stefna á +515% aukningu á bindingu kolefnis vegna landnotkunar frá árinu 2005 til 2030 og því er aðkallandi að stórefla rannsóknir á umfangi þessa losunarflokks. Umfangsmesti landflokkurinn innan landnotkunar hér á landi er “Grassland” sem þekur um 36% þurrlendis. Fjölbreytni innan flokksins er mikil, bæði m.t.t. gróðursamsetningar og ástands og má áætla út frá umfangi og ástandi flokksins að hann sé verulegur losunarþáttur. Veruleg óvissa ríkir þó um raunverulega losun frá „Grassland“ flokknum og er það mjög knýjandi að fá betri mynd af því sem þar á sér stað varðandi losun, eða bindingu gróðurhúsalofttegunda. Kröfur eru gerðar um stórauknar mælingar á losun CO2 frá jarðvegi sem kallar á mikla fjölgun mælipunkta á fjölbreyttum landgerðum. Markmið verkefnisins er að þróa samstarfsmódel milli Landgræðslunnar og Náttúrustofu Suðausturlands um vöktunarmælingar í Skaftárhreppi á kolefnisforða lands og breytingum þar á innan valinna undirsvæða “Grassland” landflokksins. Verkefnið skiptir bæði máli gagnvart loftslagsbókhaldi Íslands, en einnig fyrir sveitarfélög og býli, sem vilja fá upplýsingar um raunverulegt kolefnisspor sitt.
Koltvísýringur mældur með flygildi - Neskortes ehf.
Markmið verkefnisins er að þróa mælibúnað sem komið verður fyrir í flygildi og mælir og vistar mæligildi fyrir koltvísýring (CO2) í andrúmslofti, ásamt hita, hæð og staðsetningargögnum á sérstakan gagnakubb eða sendir mæligildi með fjarskiptatækni til móðurstöðvar. Þessar upplýsingar verða síðan notaðar til að meta CO2 losun frá landsvæðinu sem markast af fluglínunum. Með þessari aðferð verði hægt að flokka landsvæði eftir jarðvegsflokkum og gróðurlendum og merkja losunartölum. Til þess að meta losun eða bindingu koltvísýrings á landsvæði sem er margir ferkílómetrar að stærð er auk punktmælinga í lokuðum mælibúrum við jarðveginn sjálfan nauðsynlegt að mæla koltvísýringsmagn fyrir ofan svæðið til þess að geta lagt heildarmat á losun landsvæðisins sem getur verið fjölbreytt að gerð. Með því að mæla mismunagildi á styrk koltvísýrings í loftmassa áður en vindur ber hann yfir svæðið og þegar hann berst útaf svæðinu (delta CO2) og tegra yfir svæðið, fæst góð mynd af heildarlosun svæðisins sem hægt er að bera saman við losun sem ákvörðuð er með punktmælingum. Þá er líklegt að þessar mælingar og eftirfylgni þeirra muni gefa sterkar vísbendingar um það hvernig bæta megi svæði sem losa tiltölulega mikið magn koltvísýrings, jafnvel þannig, að þau fari að binda kolefni aftur.
Matarspor - Efla hf.
Tilgangur Matarspors er að auka umhverfisvitund fólks í samfélaginu og draga úr losun vegna matar með því að stuðla að vitundarvakningu um loftslagsvænt mataræði. Með aukinni upplýsingagjöf geta neytendur tekið upplýsa ákvörðun um sína matarneyslu. Kolefnisspor mataræðis meðal Íslendings er afar hátt eða um 3,5 t CO2-ígildi á mann ári sem er 30% af neysludrifnu kolefnisspori Íslendinga. Hægt er að draga úr því kolefnisspori vegna matar um meira en 50% með breyttum matarvenjum. Það eru því mikil tækifæri í vitundarvakningu almennings um kolefnisspor matar og þar er Matarspor í lykilhlutverki því enginn sambærilegur reiknir er til í heiminum í dag, svo vitað sé.
Meginmarkmið þessa verkefnis er að þróa áfram Matarsporið svo það höfði til stærri markhóps og nýtist enn betur íslenskum neytendum til að taka upplýsta ákvörðun um neyslu sína m.t.t. kolefnisspors matar. Nánar tiltekið felst verkefnið í að samræma gögn um kolefnisspor íslenskra matvæla, fjölga íslenskum matvælum í gagnagrunni, útbúa nýjan eiginleika þar sem fyrirtæki og stofnanir geta reiknað kolefnisspor matar á ársgrundvelli fyrir sitt kolefnisbókhald og innleiða í reikninn næringargildi, hitaeiningar og hlutfall matarsóunar.
Skrokk og kerfishönnun á fjölnota raftvíbytnu - Íslensk nýorka
Verkefnið miðar að því að forhanna raftvíbytnu og greina lykilnotkunarmöguleika hennar, með áherslu á almenningssamgöngur og haftengda ferðaþjónustu. Markmiðið er að hanna skrokk og rafkerfi, þ.m.t. lykil rafhlutir rafgeymar, mótoruar, o.s.frv, sem hefur þann eiginleika að hægt er að byggja mismunandi lausnir, yfirbyggingar, ofaná skrokkinn eftir notkun. Er þar um að ræða svokallaða „hjólabrettalausn“ (e. skateboard design) sem hægt er að skala upp eða niður, þar sem yfirbyggingin á skrokknum og lengd hans getur verið fjölbreytt eftir þörfum viðskiptavinar hverju sinni. Verkefnið byggir á þekkingu sem varð til á Íslandi með rafvæðingu hvalaskoðunarbáta Norðursiglingar og var þróuð enn frekar í Noregi á undanförnum árum. Þróun á rafkerfum, rafgeymum og mótorum hefur verið afar hröð á undanförnum árum og opnað möguleika á að hafa slíka tvíbytnu losunarfrían (hingað til hafa nánast öll kerfi í slíka báta verið tengiltvinn (rafmagn-olía)). Einnig hefur verið ör þróun í byggingarefnum skrokka sem hefur opnað möguleika á að nota vistvænna efni en gengur og gerist sem einnig er talsvert léttara en fyrri gerðir. Samspil allra þessara þátta opnar fyrir ný tækifæri í hönnun á slíkum skrokk, sem síðan getur verið fjölnota t.d. til almenningssamgangna, sem ferja, skemmtibátur, hvalaskoðun, þjónustubátur fyrir fiskeldi, o.s.frv. Notkunarmöguleikar eru fjölbreyttir og því geta slíkir bátar haft umtalsverð áhrif á losun frá haftengdri starfsemi.
Vetniskeðjan - Vetnis ehf.
VETNIS ehf. er íslenskt þróunarfélag sem í samvinnu við íslensk og erlend fyrirtæki vinnur að þróun "Vetniskeðjunnar" sem styður við orkuskipti stórra farartækja á Íslandi yfir á vetni. Í vetniskeðjunni er samtímis tekist á við þróun á framleiðslu, dreifingu, áfyllingu og rekstur fyrsta vetnisknúna flota farartækja til flutninga á vörum og fólki í atvinnuskyni.
Innlendir samstarfsaðilar VETNIS eru leiðandi fyrirtæki á Íslandi á svið vöru- og fólksflutninga sem hafa það að leiðarljósi að minnka losun gróðurhúsalofttegunda í tengslum við starfsemi sína.
Með samstilltu átaki og samstarfi við þróun og innleiðingu fyrsta áfanga vetniskeðjunnar munu árleg losun gróðurhúslofttegunda samstarfsaðila minnka um 10-15.000 tonn á ári og leiða til yfir 1-1,5% samdráttar losunar gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum á Íslandi.
Vísindaferðaþjónusta – nýr vettvangur fyrir öflun og miðlun þekkingar um loftslagsmál - Þorvarður Árnason
Verkefnið lýtur að nýsköpun í ferðaþjónustu þar sem vísindalegri þekkingu um áhrif hnattrænna loftslagsbreytinga er miðlað til viðskiptavina fyrirtækja sem sérhæfa sig í jöklaferðum. Þannig verður bæði hægt að styrkja rekstur samstarfsfyrirtækjanna með nýjum og fjölbreyttari ferðavörum og nýta jöklaferðir þeirra sem nýstárlegan vettvang fyrir miðlun þekkingar um bráðnun jökla. Jöklar á Suðausturlandi bjóða upp á "lifandi kennslustofu" um staðbundin áhrif hnattrænna loftslagsbreytinga; þá kennslustofu má bæði nýta fyrir skólahópa og ferðamenn sem leið eiga um svæðið. Samstarfsfyrirtækin búa yfir mikilli reynsluþekkingu sem til hefur orðið vegna áralangrar starfsemi þeirra á jöklasvæðum; leiðsögumenn þeirra geta því, auk vísindalegrar þekkingar, miðlað persónulegum upplýsingum um jöklabreytingar sem þeir hafa sjálfir upplifað. Þessar ferðir fara allar fram innan Vatnajökulsþjóðgarðs - eitt meginmarkmiða hans er fræðsla til gesta, m.a. um loftslagsmál, sem hægt væri að veita í enn ríkari mæli með samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki. Verkefnið mun eingöngu horfa til íslenskra ferðamanna, en njóta stuðnings af fjölþjóðlega þróunarverkefninu SCITOUR: Scientific Tourism sem varðar þróun vísindaferðaþjónustu í breiðari skilningi, einkum fyrir erlenda ferðamenn. Verkefnið byggir á nánu og gagnvirku samstarfi þekkingar- og fagstofnana við 10 fyrirtæki í ævintýraferðaþjónustu. Það skiptist í 5 samtengda verkþætti: Nýsköpun, upplifun, miðlun, menntun og rannsóknir.
Þurrkun á timbri með jarðvarma - Skógræktin
Verkefnið felst í að þróa aðferð til að nýta íslenskan jarðvarma til þess að þurrka timbur á hagkvæman og umhverfisvænan máta. Aðferðin gerir það að verkum að nýtt er sjálfbær íslensk jarðvarmaorka í þurrkunarferlinu, í stað erlendrar orku, og með aðferðafræðinni er enn fremur gert ráð fyrir að hægt sé að þurrka timbrið á mun skemmri tíma en almennt er gert í nútíma þurrkunarklefum, sem gerir það að verkum að unnið timbrið verður bæði samkeppnisfært og með eitt lægsta kolefnisspor í heimi.
Kynningar- og fræðsluverkefni
Connecting Loops - Roaming Repair Café - Reykjavík Tool Library ehf.
The Circular Economy is gaining momentum. We know to combat climate change we must implement circular systems, but oftentimes we don't know how, thus we are determined in sharing our experience of its practical approach with a broader audience through this project.
We plan to bridge the knowledge gap that exists and expand the understanding of the circular economy and the right to repair movement to the citizens of Iceland. We will create educational materials, seminars, volunteer pools, highlight partnerships with current circular economy projects active in Iceland and by expanding our Repair Cafe movement we have successfully created in Reykjavik around the country.
The Munasafn RVK Tool Library has been active since August 2018 as one of the first and most prominent practical approaches to Circular Economy in Reykjavik, our Repair Cafe events have kept 642kg of materials from going in landfills through our 13 Repair Café events in the past 2 years. We see this project as a positive impactful opportunity in explaining to the general public what is their part in the change we aim to create, how they can adapt their behaviour as well as giving them ideas of possible opportunities that can be created for them to thrive as a community. This project is designed to help the communities around the country to choose to change, and that can only happen if we create a meaningful offer of support and community strength through education via lectures and events.
Explain it to me - Íris Indriðadóttir
Verkefnið Explain it to me er 12 þátta hlaðvarpssería sem fjallar um loftlagsbreytingar á eins einfaldan og skýran hátt og mögulegt er. Þáttunum er skipt niður í fjögur þemu; loft, land, sjór og dýr. Tekin verða viðtöl við sérfræðinga í loftlagsmálum í hverju þema, með áherslu á nýjustu rannsóknirnar bæði á Íslandi og erlendis. Þekkt er að rannsóknir á loftlagsmálum, sem gefnar eru út, leiti ekki til almennings þar sem þær eru oftar en ekki á flóknu tungumáli sem erfitt er að ná utan um ef viðkomandi hefur ekki reynslu af faginu. Við teljum það brýn nauðsyn og mjög mikilvægur partur af framþróun í loftlagsmálum að almenningur fái góðan skilning, og helst áhuga, á helstu viðfangsefnum í loftlagsmálum og þess vegna þarf að vera fjölbreytt aðgengi að þeim.
Full Steam Ahead - Bless Bless Productions sf.
Full Steam Ahead is a documentary film about geothermal energy emerging as one of the world's leading resources of green energy and how women entering the field are creating change within the industry for the environment and local communities.
Grænir frumkvöðlar framtíðar - Matís ohf.
Verkefnið Grænir frumkvöðlar framtíðar hefur það markmið að vekja áhuga og efla þekkingu íslenskra grunnskólanema á landsbyggðinni á loftslags- og umhverfismálum, nýsköpun og sjálfbærri auðlindanýtingu í þeim tilgangi að virkja þau til baráttunnar gegn loftslagsvánni og hvetja þau til grænnar nýsköpunar. Þetta verður gert með því að veita fræðslu og virkja þau í hugmyndavinnu og nýsköpun í samvinnu við jafnaldra sína víðsvegar um landið og fyrirtæki í heimabyggð, þar sem sérstök áhersla verður lögð á hafið og áhrif loftslagsbreytinga á lífríki þess og auðlindir. Þrír grunnskólar á landsbyggðinni, í bæjarfélögum sem reiða sig að miklu leyti á sjávarútveg taka þátt í verkefninu. Verkefnið mun fræða nemendur elstu bekkja grunnskólanna um grundvallaratriði loftslagsbreytinga og áhrif þeirra á hafið, auðlindanýtingu sjávar, sjávarútveg og samfélög. Nemendur heimsækja sjávarútvegsfyrirtæki í heimabyggð og fá innsýn inn í starfsemina, sem og þær umhverfis- og loftslagsáskoranir sem fyrirtækin standa frammi fyrir. Grunnskóla MAKEeathon mun svo eiga sér stað undir regnhlíf Young Climathon (Climate KIC), aðlagað að íslenskum grunnskólanemum í samvinnu við Cambridge University. Þar mun hver skóli vinna að lausn á skilgreindri umhverfis- og/eða loftslagstengdri áskorun í samstarfi við Fab Lab smiðjur og útbúa frumgerð auk kynningarmyndbands. Sérvalin dómnefnd mun að lokum veita viðurkenningar og verðlaun fyrir bestu umhverfis- og/eða loftslagslausnirnar.
Leggjum línurnar - Finnur Ingimarsson
Leggjum línurnar er fjölþætt fræðsluverkefni sem ætlað er að efla vitund nemenda í efstu bekkjardeild grunnskóla á vandamálum loftslagsbreytinga með áherslu á virka þátttöku þeirra við öflun, úrvinnslu, framsetningu og túlkun gagna með vísindalegum hætti. Nemendum býðst að gera raunmælingar á veðri í nærumhverfi sínu og afla þannig áþreifanlegra gagna um veður og setja þau í samhengi við umhverfi sitt. Fræðslufyrirlestri og umræðum með loftslagssérfræðingi er fylgt eftir með tvískiptri verkefnavinnu þar sem litlir vinnuhópar fá hver sitt rannsóknarland og útbúa annars vegar s.k. loftslagslínur (e. climate stripes) og skoða, hins vegar, opinber tölfræðileg gögn um ýmsa félags-, efnahags- og umhverfislega þætti í „sínu“ landi sem og núverandi stöðu landsins m.t.t. heimsmarkmiða SÞ um sjálfbæra þróun, og álykta um möguleg áhrif þeirra á slagkraft loftslagsaðgerða og -skuldbindinga í landinu. Loftslagslínurnar byggja á raunverulegum hitastigsgögnum fyrir tímabilið 1901-2019 þar sem meðaltalsársfrávik frá meðaltalshitastigi ákveðins viðmiðunartímabils eru sett fram sem litaðar línur í tímaröð; frá köldum blátónum upp í heita rauðtóna. Framsetningin er einföld, áhrifarík og sláandi og dregur upp skýra mynd af greinilegri hitastigsþróun yfir tíma. Nemendur læra um muninn á veðri og loftslagi og setja í samhengi við eigin veðurathuganir.
Lokasýning á verkefnum nemenda er valdeflandi vettvangur og umræðu- og eftirfylgnifundir hvetja til ígrundunar, lausnaleitar og aðgerða.
Lífverðir loftslagsins - Menntaverkefni um loftslagsmál - Katrín Magnúsdóttir
Gerðar verða leiðbeiningar fyrir kennara að smiðjum sem allar tengjast loftslagsmálum. Mismunandi þemu verða tekin fyrir í hverri smiðju og fræðast nemendur um loftslagsmál og tengsl þemans við þau. Smiðjurnar verða einnig tengdar Heimsmarkmiðunum. Í framhaldinu koma nemendur með tillögu að lausn á vandamálinu bæði fyrir einstakling, skólann sinn og sitt nærsamfélag. Svo útbúa þeir áætlun til að hrinda lausninni í framkvæmd (og framkvæma vonandi). Aðferðafræðin sem nýtt verður kallast á endurlit (e. backcasting) þar sem nemendur sjá fyrir sér ákveðna framtíð og finna svo leiðir sem þeir, skólinn eða nærsamfélagið getur gert til að auka líkur á að sú framtíð verði að veruleika. Stuðst verður við efni frá samtökunum YOUth LEADing the World við gerð smiðjanna. Gerð verða myndbönd sem fjalla um loftslagsbreytingar, afleiðingar þeirra og mögulegar lausnir. Aðalpersónan í myndböndunum er umhverfistófan, lukkudýr skólaverkefna Landverndar. Ara Yates teiknari og grafískur hönnuður sér um gerð þeirra. Verkfæri sem skólar gæta nýtt við smiðjurnar er hugbúnaðarlausn frá fyrirtækinu Klöppum. Þar er hægt að fylgjast með CO2-losun, orku- og úrgangstölum í rauntíma. Skólar í sveitarfélögum sem hafa samning við Klappir hafa aðgang að hugbúnaðinum. Engin krafa er þó um að nýta hann til að vinna að smiðjunum, hann er eingöngu hugsaður sem stuðningur. Menntamálastofnun gefur efnið út með Landvernd og Félag SÞ er ráðgefandi aðili. Efnið verður prufukeyrt af Vatnsendaskóla.
Loftslagsleiðtoginn: fræðsla, leiðangur og leiðtogaþjálfun - Vilborg Gissurardóttir
Loftslagsleiðtoginn er námskeið fyrir ungt fólk sem felst í fræðslu, leiðangri og leiðtogaþjálfun. Námskeiðinu er ætlað að fræða og valdefla einstaklinga til að láta til sín taka í umræðunni um loftslagsmál, finna leiðir til að hafa áhrif og leiða vitundarvakningu um aðgerðir í loftslagsmálum. Eitt af markmiðum verkefnisins er að útfæra og miðla aðferðafræði við útreikning kolefnisspors í útivist og finna leiðir til að draga úr losun og öðrum neikvæðum umhverfisáhrifum. Verkefninu verða m.a. gerð skil í hnitmiðuðum myndböndum, á samfélagsmiðlum, á ljósvaka- og vefmiðlum, auk námskeiðs í samstarfi við Ferðafélag Íslands, málþings í samstarfi við Háskóla Íslands og morgunverðarfundar í samstarfi við Klappir grænar lausnir.
North Atlantic Triennial - Listasafn Reykjavíkur
North Atlantic Triennial er vinnuheiti verkefnis sem rýnir í málefni noðurslóða með augum samtímalistar. Þrjú listasöfn á Norður-Atlantshafssvæðinu sameinast hér um gerð sýninga, dagskrár og útgáfu bókar en hugmyndin er að slík stöðutaka fari fram á þriggja ára fresti til næstu 9 ára. Fyrsti hluti verkefnisins verður samstarf Listasafns Reykjavíkur (IS), Portland Museum of Art (USA) og Bildmuseet (SE). Vegleg sýningin á nýjum verkum 15-20 mikilsverðra alþjóðlegra listamanna ferðast á milli safnanna á árunum 2022 og 23. Viðfangsefni sýningarinnar má gróflega skipta í þrennt: fólk, umhverfi og lifandi náttúra. Listamennirnir skoða þær breytingar sem eru að verða á þessum sviðum og eru loftslagsbreytingar rauði þráðurinn þeirra á milli. Breytingarnar hafa greinileg áhrif á samfélög á norðurslóðum, sem kemur fram í fólksflutningum milli landa og breyttri samfélagsgerð. Þær hafa áhrif á náttúruna, sem sést á bráðnun jökla, hitastigi sjávar og yfirborði jarðar. Loks hafa þær áhrif á dýralífið, bæði í sjó og á landi. Breyturnar koma fram með einstökum hætti í verkum listamannanna sem hafa lagt stund á staðbundna og sértæka listsköpun og rannsóknir sem heimfæra má í stærra samhengi Norður-Atlantshafssvæðisins. Með sýningunni fylgir vegleg sýningarskrá með rituðum textum eftir hugsjónafólk sem hefur látið sér málefni norðurslóðanna og loftslagsbreytingar varða, ásamt upplýsingum um þennan fyrsta hluta sýningarraðarinnar.
Ormhildur the Brave - A climate fiction - Compass ehf.
Ormhildur the Brave is a 2D animated children's climate fiction series in development. Set in a post-apocalyptic world where the glaciers have all melted, releasing Nordic mythical creatures. Ormhildur, a young girl tries to restore peace and in doing so shows us that we must live in harmony with nature in order to co-exist. The series is a climate fiction that will use animation, humour, relatable characters and settings to present issues of climate change in an accessible way to children.
Strætóskálinn - Orkusetur
Tilgangur og markmið þessa námskeiðs er að kynna strætó fyrir grunnskólabörnum á aldrinum 10 – 12 ára og gera þau að sjálfstæðum notendum strætó. Markmiðið er að nemendur geri sér grein fyrir þeim samfélagslega og persónulega ávinningi þau hafa af því að nota strætó. Nemendur læra um sparnað sem hlýst af notkun strætó, áhrif einkabílsins á umhverfið og hvað ávinnst með notkun almenningssamganga. Einnig læra þau að lesa á leiðarkerfi og læra þannig á nærumhverfi sitt, lesa úr tímatöflum og læra að skipuleggja ferðir sínar með strætó appinu og Kort-er appinu sem Loftslagssjóður styrkti.
Upplýsingapakki um loftslagsmál - Ungir umhverfissinnar
Ungir umhverfissinnar hafa umsjón með verkefninu, en yfirverkstjórn er í höndum varaformanns Ungra umhverfissinna, Tinnu Hallgrímsdóttur. Verkefnið felur í sér að Ungir umhverfissinnar ráða fjóra starfsmenn til að semja og hanna upplýsingapakka um loftslagsmál sem verður gefinn út inni á heimasíðu Ungra umhverfissinna. Markmið upplýsingapakkans er að veita ungu fólki á Íslandi (15-35 ára), almenningi og meðlimum Unga umhverfissinna aðgang að: (1) áreiðanlegum, skýrum og aðgengilegum upplýsingum um loftslagsbreytingar, losun á Íslandi og alþjóðlegar og innlendar skuldbindingar í málaflokknum, (2) þekkingu til að beita sér í hagsmunagæslu í loftslagsmálum og (3) þekkingu til að breyta eigin hegðun til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Fyrir hvert efnisatriði hefur lesandinn þrjá möguleika: (i) lesa efnið í einfaldaðri og auðskilinni útgáfu, (ii) lesa efnið í ítarlegri útgáfu (iii) skoða hlekki með ítarefni og frekari heimildum af öðrum síðum. Upplýsingapakkinn mun því stuðla að vitundarvakningu og skapa ungt fólk og almenning með góða þekkingu á loftslagsmálum sem og réttu tólin til að beita sér í hagsmunagæslu þeim tengdum og til að draga úr eigin losun. Ávinningur upplýsingapakkans er því bæði umhverfis- og samfélagstengdur þar sem markmið hans er ekki einungis að fræða heldur einnig að virkja og valdefla ungt fólk og almenning.
Veðurgögn og vísindalæsi - Belgingur, reiknistofa í veðurfræði ehf.
Markmið verkefnisins er að kynna rannsóknir á lofthjúpi jarðar og loftslagsgögn fyrir nemendum á framhalds- og háskólastigi og stuðla að því að nemendur séu betur meðvitaðir um loftslags-nærumhverfi sitt og breytingar þess. Til að ná þessu markmiði er gert ráð fyrir tvíþættu verkefni, annars vegar rauntímamælingum á veður- og loftmengunarþáttum í grennd við þátttökuskóla með uppsetningu viðurkenndra mælitækja og verkefnum í rauntíma gagnaúrvinnslu, og hins vegar aðgangi að veðurfarsgögnum fjóra áratugi aftur í tímann þannig að nemendur geti unnið afmörkuð verkefni sem tengjast þróun tiltekinna veðurfarsþátta yfir lengri tímabil.