Ráðherra skipar fimm fulltrúa í
stjórn Loftslagssjóðs til tveggja ára í senn. Formaður skal skipaður án
tilnefningar. Honum til viðbótar skipar ráðherra einn stjórnarfulltrúa án
tilnefningar, einn stjórnarfulltrúa, sem hefur þekkingu á loftslagsmálum,
samkvæmt tilnefningu háskólasamfélagsins, einn stjórnarfulltrúa samkvæmt
tilnefningu Samtaka atvinnulífsins og einn stjórnarfulltrúa samkvæmt
tilnefningu umhverfisverndarsamtaka.
Að skipun lokinni eru nöfn stjórnarmanna birt á vef Rannís. Stjórn sjóðsins samþykkir úthlutunarreglur og leiðbeiningar og tekur ákvarðanir um fjárveitingar úr sjóðnum að fengnum umsögnum fagráða.
Almennum spurningum varðandi sjóðinn og umsóknir sem eru í matferli skal beint til sérfræðinga Loftlagsjóðs hjá Rannís.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði 6. september 2023 stjórn Loftslagssjóðs: