Loftslagssjóður

Fyrir hverja?

Aðila sem vinna að verkefnum sem hafa það að markmiði að draga úr losun.  

Til hvers?

Loftslagssjóður er sérstakur sjóður sem heyrir undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Styrkir til nýsköpunarverkefna eru ætlaðir m.a. til þess að styrkja rannsóknir og þróunarstarf í tengslum við aðlögun og innleiðingu á nýjum loftslagsvænum tæknilausnum og hönnun.

Umsóknarfrestur

Umsóknafrestur var 15. júní 2023.

Ekki er vitað hvort/hvenær verður kallað eftir umsóknum í sjóðinn þar sem verið er að sameina hann Orkusjóði. 

Sjá hér:  https://island.is/samradsgatt/mal/3708 

EN

Hvert er markmiðið?

Loftslagssjóður er samkeppnissjóður sem veitir styrki samkvæmt almennum áherslum stjórnar Loftslagssjóðs og á grundvelli faglegs mats á gæðum verkefna.

Hvað er styrkt?

Sjóðurinn styrkir verkefni sem draga úr losun eða hafa áhrif á samdrátt í losun. Styrki Loftlagssjóðs má nota til að samfjármagna alþjóðlega styrkt verkefni. 

Áhersla verður lögð á nýsköpunarverkefni sem:

  • sem skila samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Einnig verður litið til eftirfarandi þátta;

    - að verkefnið hagnýti grunnþekkingu sem þegar er til staðar,

    - að verkefnið beinist að aðilum sem hafa talsverða möguleika á að draga úr losun,

    - að verkefnið hafi möguleika á að nýtast sem víðast í samfélaginu og hafi áhrif út fyrir einstaka fyrirtæki, félagasamtök og/eða stofnun.

Áhersla verður lögð á kynningar- og fræðsluverkefni sem:

  • nýta niðurstöður nýjustu skýrslu frá IPCC (AR6), Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna, kynna þær og túlka í samhengi við íslenskt samfélag, og eru til þess fallin að virkja almenning og atvinnulíf til aðgerða. 

Nánari upplýsingar

  

Nánari upplýsingar










Þetta vefsvæði byggir á Eplica