Þann 6. maí 2019 voru samþykkt á Alþingi lög um breytingu á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003, með síðari breytingum (samfjármögnun alþjóðlegra
rannsóknaráætlana og sjálfstæð stjórn Innviðasjóðs). Samkvæmt þeim lögum skal skipa sjálfstæða stjórn fyrir Innviðasjóð, í stað sameiginlegrar stjórnar Rannsóknasjóðs og Innviðasjóðs eins og áður var.
Ráðherra skipar fimm manna stjórn Innviðasjóðs til þriggja ára í senn. Formaður er skipaður án tilnefningar. Aðrir stjórnarmenn sitja samkvæmt tillögu vísinda- og tækninefndar Vísinda- og tækniráðs; varaformaður er valinn úr þeirra hópi.
Ólafur Þór Magnússon, Íslensk erfðagreining.
Vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs skipar fagráð Innviðasjóðs. Fagráðið
er skipað allt að níu einstaklingum með víðtæka reynslu af rannsóknum.