Þverstoð - Víðtækari þátttaka og efling evrópska rannsókna-svæðisins

Widening Participation and Strengthening the European Research Area

Fyrir hverja?

Háskólar, stofnanir, fyrirtæki og aðrir lögaðilar en með sérstakri áherslu á "Widening countries".

Widening Countries eru Búlgaría, Eistland, Grikkland, Króatía, Kýpur, Lettland, Litháen, Malta, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland, Ungverjaland og öll samstarfslönd (Associated Countries) Horizon Europe sem eru á sambærilega stað og fyrrgreind ríki þegar kemur að árangri í rannsóknum og þróun, auk ystu svæða (Outermost Regions) samkvæmt skilgreiningu Evrópusambandsins í Art. 349 TFEU.

Til hvers? 
Markmiðið er að styrkja þátttöku svokallaðra “Widening Countries” sem eru að jafnaði með lægra árangurshlutfall í rannsóknaáætluninni. Jafnframt er markmiðið að stuðla að umbótum á evrópska rannsókna- og nýsköpunarkerfinu.

Vinnuáætlun má sjá undir sviðum.

Áætlað umfang: 2,1 milljarður evra.

Víðtækari þátttaka og efling evrópska rannsóknasvæðisins skiptist í tvö svið

Víðtækari þátttaka (Widening participation and spreading excellence) og Umbætur og efling evrópska rannsókna og nýsköpunarkerfisins (Reforming and enhancing the European R&I system)

Áætlunin hefur skilgreint 3 áfangastaði/destinations (sjá vinnuáætlun)

Vinnuáætlun 2023-2024

Hverjir geta sótt um?

Allir lögaðilar (fyrirtæki, stofnanir og háskólar) geta sótt um í áætlunina svo lengi sem viðkomandi aðili kemur frá aðildarríki Evrópusambandsins, Íslandi, Noregi og Lichtenstein, sjá lista. Ísland er fullgildur aðili að áætluninni og hafa íslenskir aðilar því jafnan rétt og aðilar innan Evrópusambandsins til að sækja um styrki.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica