Upplýsingadagur og tengslaráðstefna Horizon Europe - samfélagslegt öryggi
Upplýsingadagurinn verður haldinn 27. júní (hybrid) og tengslaráðstefnan þann 28. júní 2023 í Brussel.
Markmiðið með upplýsingadeginum 27. júní er að fræða áhugasama umsækjendur um næstu köll í vinnuáætlun sem gert er ráð fyrir að opni 29. júní næstkomandi.
Næstu köll:
- Fighting Crime and Terrorism
- Border Management
- Resilient Infrastructure
- Increased Cybersecurity
- Disaster-Resilient Society
- Support to Security Research and Innovation
Upplýsingadagurinn stendur frá klukkan 07:30-15:30 að íslenskum tíma.
Í kjölfar upplýsingadagsins verður haldin tengslaráðstefna í Brussel.