Upplýsingadagur og tengslaráðstefna Horizon Europe: Félags- og hugvísindi (Culture, Creativity and Inclusive Society)
Upplýsingadagur og tengslráðstefna Framkvæmdastjórnar ESB verða haldnir 17. janúar og 18. og 19. janúar 2023 í tengslum við vinnuáætlun klasa 2. Um er að ræða viðburð á netinu.
Upplýsingadagur 17. janúar:
Á deginum verða kynntar megin áherslur næstu vinnuáætlunar (e. Work Programme) klasa 2 - félags- og hugvísindi. Markmið klasa 2 - félags og hugvísindi er að styrkja evrópsk lýðræðisleg gildi, þar á meðal réttarríkið og grundvallarréttindi, standa vörð um menningararfleifð okkar og stuðla að félags- og efnahagslegum umbreytingum sem stuðla að inngildingu og vexti.
Væntanlegum umsækjendum gefst þannig tækifæri til að læra meira um fjármögnunarmöguleika samkvæmt nýju vinnuáætluninni.
Tengslaráðstefna 18. og 19. janúar
Á tengslaráðstefnunni gefast tækifæri á að koma þér og þinni stofnun/fyrirtæki á framfæri.
Starfsmenn Rannís geta veitt aðstoð við textagerð en mikilvægt er að hafa hnitmiðaðan texta til að einfalda þátttakendum leit að réttum samstarfsaðilum á tengslaráðstefnunni. Sýnileikinn eykur líkurnar á að haft verið samband við viðkomandi með boð um að vera þátttakendur í stórri Evrópusambandsumsókn.