Upplýsingadagur og tengslaráðstefna Horizon Europe
Dagana 17. og 18. október 2023 stendur framkvæmdastjórn ESB fyrir upplýsingadegi og tengslaráðstefnu um köll ársins 2024 í klasa 5; loftslagsmál, orka og samgöngur (Climate, Energy and Mobility). Um er að ræða viðburð á netinu.
Upplýsingadagur:
Á upplýsingadeginum 17. október verða kynnt rannsóknar- og nýsköpunarviðfangsefni (topics) ársins 2024. Væntanlegum umsækjendum gefst þannig tækifæri til að fræðast meira um fjármögnunarmöguleika ársins 2024. Gert er ráð fyrir að rúmum 1 milljarði evra verði varið í verkefni sem leggja áherslu á græn og stafræn umskipti til að ná markmiðunum og kolefnislausa Evrópu árið 2050.
Tengslaráðstefna
Þann 18. október verður á vegum GREENET verkefnisins , tengslaráðstefna en yfir 1000 tóku þátt á síðasta ári. Tengslaráðstefnur gefa einstakt tækifæri til að koma sjálfum sér og/eða sinni stofunun á framfæri. Nauðsynlegt er að útbúa prófíl og merkja við þau köll sem viðkomandi hefur áhuga á. Listi yfir komandi köll er að finna á síðunni.
Starfsmenn Rannís geta veitt aðstoð við textagerð en mikilvægt er að hafa hnitmiðaðan texta til að einfalda þátttakendum leit að réttum samstarfsaðilum á tengslaráðstefnunni. Sýnileikinn eykur líkurnar á að haft verið samband við viðkomandi með boð um að vera þátttakendur í Evrópusambandsumsókn.
Opið er fyrir skráningar til 30. september næstkomandi.
Um tengslaráðstefnuna og skráning
Ef einhverjar spurningar vakna eða þú vilt vita meira, þá getur þú sent línu eða slegið á þráðinn, kolbrun@rannis.is, 515 5814
Klasi 5 - loftslagsmál, orka og samgöngur miðar að því að berjast gegn loftslagsbreytingum. Markmiðið er að skilja betur orsakir þeirra, þróun, áhættu, áhrif og tækifæri með því að gera orku- og flutningageirann loftslags- og umhverfisvænni, skilvirkari og samkeppnishæfari, snjallari, öruggari og þrautseigari.
Klasi 5 hefur eftirfarandi áherslusvið:
- Loftlagsvísindi og lausnir
- Orkuflutningur
- Orkudreifikerfi
- Almennar bygginar og iðnaðar byggingar í orkuskiptum
- Samfélög og borgir
- Samkeppnishæfni í samgöngum
- Hreinar, öruggar og aðgengilegar samgöngur
- Snjallar samgöngur
- Orkugeymsla