Upplýsingadagar Leiðangra (Missions) í Horizon Europe
Upplýsingadagar Framkvæmdastjórnar ESB verða haldnir 17. janúar og 18. janúar 2023 í tengslum við vinnuáætlun Leiðangra. Um er að ræða viðburð á netinu.
Upplýsingadagar:
Dagana 17. og 18. janúar verður vinnuáætlun Leiðangra (Missions) kynnt fyrir áhugsömum umsækjendum. Leiðangrar Horizon Europe eru nýmæli hjá Evrópusambandins og eru fimm:
- Aðlögun að loftslagsbreytingum (Adaptation to Climate Change)
- Heilbrigði hafs og vatns (Healthy oceans, seas, costal and inland waters)
- Krabbamein (Cancer)
- Verndun jarðvegs og fæðu (Soil health and food)
- Snjallar og kolefnislausar borgir (Climate neutral and smart cities)
Væntanlegum umsækjendum gefst þannig tækifæri til að læra meira um fjármögnunarmöguleika samkvæmt nýju vinnuáætluninni.