Upplýsingadagar ESB vegna leiðangra (Missions)
Dagarnir verða haldnir á netinu 25. apríl og 26. apríl næstkomandi og hefjast klukkan 7:30 að íslenskum tíma.
Dagarnir eru fyrir öll sem vilja kynna sér tækifæri til fjármögnunar fyrir verkefni sem falla að markmiðum ESB á sviði heilbrigðismála, loftslags og umhverfis. Vilt þú leggja þitt af mörkum til að koma með áþreifanlegar lausnir á stærstu áskorunum sem samfélag okkar stendur frammi fyrir? Ef já þá skaltu skrá þig og fræðast um næstu köll í innan leiðangra Evrópusambandins.
Nánar upplýsingar, dagskrá og skráning
Farið verður yfir komandi umsóknarfresti í eftirfarandi málaflokkum:
- Aðlögun að loftslagsbreytingum (Adaptation to Climate Change)
- Heilbrigði hafs og vatns (Restore our Ocean and Waters)
- Krabbamein (Cancer)
- Verndun jarðvegs og fæðu (A soil deal for Europe)
- Snjallar og kolefnislausar borgir (Climate neutral and smart cities)
Athugið hver málaflokkur hefur rúmlega sjö umsóknarfresti/auglýsingar.
Dagskráin er vel skipulögð, þar sem hver málaflokkur fær
rúmlega tvær klukkustundir.
Það er rými fyrir spurningar frá þátttakendum.
Miklir fjármunir í boði og alls kyns verkefni!
Athugið einnig að verkefnin eru umfangsmikil og ekki eingöngu áhersla
á rannsóknir og þróun.
Það er rík áhersla á upplýsingamiðlun, vöktun, hönnun og
fleira!
Áhugaverð tækifæri fyrir lögfræðinga og aðila í opinberri stjórnsýslu sem og smá og stór fyrirtæki.