Rafrænn upplýsingafundur um nýtt kall í Marie Skłodowska-Curie Actions (MSCA) Doctoral Networks

5.6.2024

Upplýsingafundurinn er á vegum framkvæmdastjórnar ESB og verður haldinn þann 7. júní 2024. 

Doctoral Networks eru stór samstarfsverkefni sem snúa að því að innleiða doktorsnám í gegnum samstarf stofnana á ólíkum sviðum í Evrópu og víðar til að þjálfa doktorsnema og efla starfshæfni þeirra til lengri tíma litið. 

Á fundinum gefst áhugasömum umsækjendum tækifæri til að fræðast um skilyrði og nýjungar í þessu kalli og spyrja spurninga sem kunna að vakna. Þá verður lögð sérstök áhersla á að kynna Industrial Doctorate og Joint Doctorate verkefnin í þessu kalli.

Upplýsingafundurinn fer fram rafrænt og stendur frá klukkan 7:30 til 10:30 að íslenskum tíma.

Nánari upplýsingar og dagskrá








Þetta vefsvæði byggir á Eplica