Námskeið um fjármál og uppgjörsreglur í rannsóknaáætlun Evrópusambandsins Horizon Europe
Þann 28. október nk. stendur Rannís og Enterprise Europe Network fyrir námskeiði um fjármál og uppgjörsreglur Horizon Europe og hvernig þær hafa breyst frá fyrri áætlun Horizon 2020.
Námskeiðið er haldið á Nauthóli og stendur frá kl. 10:00 - 15:30. Nauðsynlegt er að skrá sig og er hámarksfjöldi 35 manns.
Þátttökugjald: 6.500 kr.
Námskeiðið er sniðið að öllum, bæði byrjendum með litla reynslu af því að reka verkefni í fyrri áætlunum og þeim sem þekkja reglur Horizon Europe að einhverju leyti og hafa reynslu af því að reka verkefni.
Leiðbeinandi er Poul Petersen, sérfræðingur hjá Háskólanum í Kaupmannahöfn og landstengiliður fyrir fjármál og uppgjör í Horizon Europe.
Dagskrá:
10:00 - Hvað er á döfinni í tenglum við Horizon Europe? – Ágúst H. Ingþórsson, sviðsstjóri rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís
10:30 - Fjármál og uppgjör í Horizon Europe og samanburður við reglur Horizon 2020 – Poul Petersen
12:00 - Hádegisverður
13:00 - Fjármál og uppgjör í Horizon Europe og samanburður við reglur Horizon 2020 frh.
15:00 - Ákvæði um jafnréttisáætlun þátttakenda í Horizon Europe – Sigrún Ólafsdóttir sérfræðingur Rannís
15:20 - Þjónusta EEN – fulltrúar Enterprise Europe Network á Íslandi