Námskeið í jafnréttisáætlunum Horizon Europe (Gender Equality Plan)

22.11.2021

Rannís heldur námskeið á netinu 1. desember nk. frá 11:00-12:00 þar sem farið verður yfir jafnréttisáætlanir í Horizon Europe, helstu kröfur og innleiðingarferla.

Frá og með árinu 2022 er skylda fyrir allar opinberar stofnanir sem ætla að taka þátt í Horizon Europe að innleiða sérstaka jafnréttisstefnu innan sinnar stofnunar.

Námskeiðið er einkum ætlað:

  • jafnréttisfulltrúum
  • mannauðsstjórum
  • stjórnendum
  • rannsóknastjórum
  • verkefnastjórum sem starfa við Horizon Europe.

Námskeiðið er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá þátttöku: 

Skráning

Teams hlekkur á fundinn verður sendur daginn fyrir námskeiðið á skráða þátttakendur.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica