Horizon Europe
Rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB 2021-2027
Horizon Europe styður við rannsóknir og nýsköpun á öllum fræðasviðum. Markmið áætlunarinnar er að byggja upp sterkt vísinda- og nýsköpunarumhverfi í Evrópu sem leiðir af sér aukin tækifæri til atvinnu, betri samkeppnishæfni auk þess að mæta þörfum allra íbúa á svæðinu.
Hverjir geta sótt um?
Allir lögaðilar (fyrirtæki, stofnanir og háskólar) geta sótt um í áætlunina svo lengi sem viðkomandi aðili kemur frá aðildarríki Evrópusambandsins, Íslandi, Noregi og Lichtenstein, sjá lista. Í einstökum áætlunum undir Stoð 1 - Framúrskarandi vísindi eru einstaklingsstyrkir í boði en viðkomandi þarf alltaf að vera í samstarfi við háskóla eða stofnun sem er formlegur umsækjandi.
Ísland er virkur aðili að áætluninni og hefur verið frá árinu 1994 þegar samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningurinn) tók formlega gildi. Íslenskir aðilar því jafnan rétt og aðrir innan Evrópusambandsins til að sækja um styrki.
Uppbygging Horizon Europe
Horizon áætlunin skiptist í þrjár stoðir (pillars) auk þess sem ein stoð gengur þvert á áætlunina:
- Stoð 1 - Framúrskarandi vísindi - Excellent science
- Stoð 2 - Áskoranir og samkeppnishæfni - Global Challenges and European Industrial Competitiveness
- Stoð 3 - Nýsköpun í Evrópu - Innovatiove Europe
- Þverstoð - Víðtækari þátttaka og efling evrópska rannsóknasvæðisins - Widening Participation and Strengthening the European Research Area
Þjónusta Rannís
Rannís er umsýsluaðili Horizon Europe á Íslandi. Í því felst umsjón með kynningu á áætluninni auk þess að veita umsækjendum upplýsingar og aðstoð. Einnig heldur Rannís utan um starf landstengiliða og stjórnarnefndarfulltrúa fyrir allar undiráætlanir.
Aðstoð við umsækjendur
Við höfum tekið saman helstu upplýsingar til að styðja við umsækjendur í umsóknarferlinu.
Spurt og svarað
Það eru ýmsar spurningar sem brenna á umsækjendum. Til að flýta fyrir höfum við tekið saman lista með spurningum og svörum.
Fréttir og tilkynningar
Áætlunin er mikil að umfangi og reglulega eru haldin námskeið fyrir umsækjendur um ýmis mál er tengjast umsóknum. Rannís heldur utan um þær upplýsingar og kemur þeim á framfæri í gegnum vefsíðuna, póstlista sem og samfélagsmiðla. Umsóknarfretsir eru árlega í allar áætlanir/stoðir Horizon Europe. Rannís stendur reglulega fyrir upplýsingafundum. Við hvetjum áhugasama að fylgjast með á vef Rannís og Facebook og LinkedIn síðu Rannís.
Áhugasamir geta alltaf skráð sig á póstlista Rannís: Skráning
Þátttaka Íslands og tölfræði
Teknar hafa verið saman upplýsingar um árangur Íslands ásamt öðrum gagnlegum upplýsingum.
Landstengiliðir
Rannís hefur umsjón með starfi landstengiliða Horizon Europe á Íslandi. Hlutverk landstengiliða er meðal annars að veita umsækjendum almennar upplýsingar um Horizon Europe og aðstoða við ýmislegt sem lýtur að undirbúningi umsókna í áætlunina.
Viltu gerast matsmaður?
Leitað er eftir sérfræðingum/matsmönnum á öllum fræðasviðum og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig í sérfræðingagagnagrunn áætlunarinnar.
Merki
Öll verkefni sem styrkt eru af Horizon Europe, eiga að nota merki áætlunarinnar ásamt viðeigandi fyrirvaratextum. Þetta á við um allt kynningarefni verkefnis (t.d. bæklinga, plaköt, myndbönd, kynningar o.fl.)
Nytsamir tenglar
- Vefur Horizon Europe
- Upplýsingadagar Horizon Europe (Info days)
- Jafnréttisáætlun framkvæmdastjórnar ESB
- Enterprise Europe Network
- COST
- Kynning á Horizon Europe áætluninni (pdf)