Umsýsla og skýrsluskil
- Umsækjendur fá senda staðfestingu um styrkveitingar með tölvupósti þegar stjórn Vinnustaðanámssjóðs hefur tekið afstöðu til umsóknanna.
- Rannís áskilur sér rétt til að kalla eftir frekari upplýsingum er varða faglega framkvæmd vinnustaðanámsins og verði umsækjandi uppvís að því að sinna ekki kennslu á vinnustað með fullnægjandi hætti getur viðkomandi verið krafinn um endurgreiðslu á styrkveitingum sem greiddar hafa verið.