Sjálfstætt starfandi fræðimenn.
Hægt er að sækja um styrki til að vinna að ritun fræðirita og –greina, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi. Á krafan um íslensku við allt ofannefnt.
Umsóknarfrestur er 17. mars 2025 kl. 15:00.
Opnað verður fyrir umsóknir með a.m.k. 4 vikna fyrirvara.
Meginhlutverk sjóðsins er að launa starfsemi þeirra fræðimanna sem starfa sjálfstætt í sinni fræðigrein.
Rétt til að sækja um starfslaun úr sjóðnum hafa höfundar fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi.
Styrkflokkar eru fjórir; starfslaun til þriggja, sex, níu eða tólf mánaða.
Sendið fyrirspurnir um SSSF á netfangið: sssf@rannis.is
Starfsmenn sjóðsins eru Guðmundur Ingi Markússon og Gróa María Svandís Sigvaldadóttir