2020
26 verkefni hlutu styrk úr Sprotasjóði skólaárið 2020-2021.
Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2020-2021. Sjóðinum bárust alls 46 umsóknir og var heildarupphæð umsókna rúmlega 155 millj. kr. Veittir voru styrkir til 26 verkefna að upphæð rúmlega 56 millj. kr.
Sprotasjóður er sameiginlegur sjóður fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og er hlutverk sjóðsins að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.
Að þessu sinni byggðu áherslusvið sjóðsins á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, sér í lagi markmiðum 3, 4, 11, 12 og 13. Önnur af heimsmarkmiðunum komu einnig til greina.
Heildarumsóknir til sjóðsins skiptust eftirfarandi á milli skólastiga: Verkefni í leikskólum 6, í grunnskólum 30, í framhaldsskólum 5 og þvert á skólastig 5.
Yfirlit yfir þau verkefni sem hlutu styrk .
Styrkirnir dreifðust með eftirfarandi hætti milli skólastiga og landshluta: