2017 - 2018

48 verkefni hlutu styrk úr Sprotasjóði skólaárið 2017-2018.

Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2017-2018. Sjóðnum bárust alls 119 umsóknir og var heildarupphæð umsókna rúmar 266 millj. kr. Veittir voru styrkir til 48 verkefna að upphæð rúmlega 61. millj. kr.

Sprotasjóður er sameiginlegur fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og er hlutverk sjóðsins að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi. Sjá: http://www.sprotasjodur.is/

Áherslusvið sjóðsins að þessu sinni voru:

  • Móðurmál í stafrænum heimi
  • Lærdómssamfélag í skólastarfi
  • Leiðsagnarmat

Að þessu sinni voru færri umsóknir en hafa verið fyrri ár. Þær skiptust þannig milli skólastiga: Verkefni í leikskólum 11, í grunnskólum 71, í framhaldsskólum 29 og þvert á skólastig 8 umsóknir (þar af voru 3 umsóknir frá grunn- og framhaldsskólastiginu og 5 umsóknir frá leik- og grunnskólastiginu).

Yfirlit yfir þau verkefni sem hlutu styrk.

Styrkirnir dreifðust með eftirfarandi hætti milli skólastiga og landshluta:

Sprotasjodur_uthlutun_2017-2018








Þetta vefsvæði byggir á Eplica