Umsýsla og skýrsluskil

Leiðbeiningar um skil á áfanga- og lokaskýrslu

Lokaskýrslu skal ávalt skila við lok verkefnis.
Áfangaskýrslu þarf að skila ef verkefni er ólokið þegar ný umsókn er send til sjóðsins.

Skýrsluskil fyrir verkefni sem fengu úthlutun frá og með 2022.

Áfanga og/eða lokaskýrslum er skilað í gegnum „mínar síður“ Rannís. Sá einstaklingur sem sendi umsóknina getur nálgast skýrsluformin á „sínum síðum“ Rannís.

Skýrsluskil fyrir verkefni sem fengu úthlutað styrk til og með ársins 2021:

Áfanga og/eða lokaskýrslu skal senda á netfangið: sprotasjodur@rannis.is.
Ekki eru sérstök eyðublöð fyrir skýrslurnar en í meðfylgjandi leiðbeiningum kemur fram hvaða atriði skulu koma fram.

Leiðbeiningar um skil á áfangaskýrslu

Fyrirsögn: Áfangaskýrsla til Sprotasjóðs 

Texti: Óskað er eftir að eftirfarandi þættir komi fram í áfangaskýrslu vegna Sprotasjóðsverkefnis. Vinsamlegast hafið textann stuttan og hnitmiðaðan. 

  • Nafn skóla
  • Nafn verkefnis
  • Nafn verkefnisstjóra
  • Númer samnings og hvaða ár verkefnið hlaut styrk 
  • Markmið verkefnis samkvæmt umsókn 
  • Staða verkefnis (hámark 100 orð)
  • Verk- og tímaáætlun 
  • Frávik miðað við áætlun verkefnis
  • Rekstrarreikningur (sjá dæmi hér fyrir neðan)
  • Annað sem gagnlegt er að upplýsa stjórn Sprotasjóðs um
  • Dagsetning
  • Undirskrift verkefnisstjóra
  • Undirskrift skólastjóra ábyrgðarskóla

Leiðbeiningar um skil á lokaskýrslu

Fyrirsögn: Lokaskýrsla til Sprotasjóðs 

Texti: Óskað er eftir að eftirfarandi þættir komi fram í lokaskýrslu vegna Sprotasjóðsverkefnis. Vinsamlegast hafið textann hnitmiðaðan. Niðurstöðukaflinn þarf að vera greinargóður og gefa skýra mynd af afrakstri verkefnisins. Skýrslan þarf að hafa forsíðu. 

  • Nafn skóla
  • Nafn verkefnisins 
  • Nafn verkefnisstjóra 
  • Númer samnings og hvaða ár verkefnið hlaut styrk 
  • Markmið verkefnis samkvæmt umsókn  
  • Leiðir sem valdar voru til að ná markmiði  
  • Frávik miðað við áætlun verkefnisins  
  • Helstu hindrarnir sem komu upp við vinnu verkefnisins  
  • Helsti ávinningur af vinnu við verkefnið, jákvæð atriði sem fylgdu í kjölfar eða samhliða verkefnisvinnu  
  • Mat á verkefninu samkvæmt umsókn: - Hefur verkefnið, eða mun það hafa, áhrif á skólastarfið í heild?  
  • Niðurstöður verkefnisins: T.d eftirfarandi og/eða annað sem við á varðandi niðurstöður verkefnisins. - Yfirlit yfir það sem fram kom við framkvæmd verkefnisins. - Náðust markmiðin? Hvað er til marks um það? - Heldur verkefnið áfram innan skólans eða í öðrum skólum?  
  • Áætlun um kynningu á afrakstri verkefnisins og helstu niðurstöðum  
  • Annað sem gagnlegt er að upplýsa stjórn Sprotasjóðs um  
  • Rekstrarreikningur (Vinsamlegast skilið rekstrarreikningi og undirskrift á sér blaði) 
  • Dagsetning 
  • Undirskrift verkefnisstjóra 
  • Undirskrift skólastjóra ábyrgðarskóla

Dæmi um rekstrarreikning

 Skýring kostnaðar Gjöld Tekjur
 Prentkostnaður 25.000 
 Laun 250.000 
 Húsnæði 0 
 Styrkur frá Sprotasjóði  250.000
 Fjármagn frá skóla  25.000
 Alls: 275.000 275.000

Ath: Rekstarreikningur þarf að innihalda tekjur og gjöld verkefnisins. Einnig eiga tekjur og gjöld að stemma, sjá dæmi í töflu.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica