Umsóknir

Auglýst er eftir umsóknum um styrki einu sinni á ári. Umsóknarfrestur árið 2025 er 30. janúar, kl 15:00. Umsóknareyðublað sjóðsins eru á rafrænu formi. Til þess að nálgast umsóknareyðublaðið þarf að tengjast umsóknarkerfi Rannís.

Áherslusvið sjóðsins árið 2025

  • Leikurinn sem leið til náms.
  • Gervigreind.
  • Grunnþáttur menntunar - Læsi.

Hvað er ekki styrkt

  • Ekki eru veittir styrkir til kjarnastarfsemi eða reglubundins reksturs.
  • Að jafnaði er vinna starfsmanna í verkefni ekki styrkt nema ljóst þyki af lýsingu að sú vinna falli utan starfssviðs og sé viðbót við starfsskyldu en ekki hluti af henni. Sé verkefnið hluti af vinnu starfsmanns er kostaður sem af því hlýst skráður sem mótframlag
  • Að jafnaði eru ekki veittir styrkir til tækjakaupa eða uppbyggingu aðstöðu nema að takmörkuðu leiti ef verkefni eru háð því og ljóst þyki að sá kostnaður falli ekki undir kjarnastarfsemi eða reglubundinn reksturs.
  • Almennt á námsgagnagerð betur heima í Þróunarsjóði námsgagna.
Bent er á að úthlutaðar upphæðir úr Sprotasjóði síðustu ár hafa almennt verið á bilinu 500 þúsund til 5 milljónir.

Fjárhagsáætlun

Mikilvægt er að hafa í huga við gerð fjárhagsáætlunar í umsóknarformi (hluti „3. Kostnaður og fjármögnun“)  að átt er við heildarkostnað (t.d. eigið framlag í formi vinnu) og fjármögnun verkefnisins. Tilgreina þarf fjármögnun á móti styrknum (t.d. eigið framlag í formi vinnu) sem sótt er um til Sprotasjóðs. Ef sótt er um styrk eða framlög til annarra skal tilgreina það í
umsókn.







Þetta vefsvæði byggir á Eplica