Stjórn sjóðsins metur umsóknir og gerir tillögu að úthlutun. Menntamálaráðherra tekur ákvörðun um úthlutun styrkja út frá frá tillögu stjórnar. Til grundvallar því er matskvarði sjóðsins.
Allir umsækjendur fá tilkynningu um hvort þeir hafa hlotið styrk eða ekki.
Verði af veitingu styrks er gerður skriflegur samningur milli Rannís og styrkþega, innan eins mánaðar frá því að styrkur er veittur.
Umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðargögn.
Reglur 3.gr. stjórnsýslulaga gilda um vanhæfi stjórnarmanna/matsmanna.
Lýsing til opinberrar birtingar á styrktu verkefni birtist með færslu verkefna á gagnatorgi Rannís.
Okkur er umhugað um persónuvernd. Kynntu þér stefnuna okkar hér.
Loka