Umsækjendur sumarnámskeiða skulu vera framhaldsskólar eða faggreinafélög. Frá og með 2024 hefur verið ákveðið að faggreinafélög sem vilja sækja um námskeið gera það nú í eigin nafni. Enn er hægt að starfa með fræðslustofnunum að einstökum þáttum við framkvæmd en faggreinafélagið skal þá að greina frá því samstarfi innan umsóknar. Faggreinafélag sem hlýtur styrk ber ábyrgð á utanumhaldi, framgangi og uppgjöri verkefnisins.
Skilyrði er að skilað sé inn umsókn í gegnum rafræna umsóknakerfi Rannís
Félög tungumálakennara geta sótt um styrki vegna námskeiða erlendis annað hvert ár, en önnur félög á þriggja ára fresti. Góður rökstuðningur skal liggja fyrir ástæðu þess að halda námskeiðið erlendis.
Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara (SEF) mun fara yfir umsóknir og taka ákvörðun um hvort námskeið verði styrkt eða ekki.
Styrkur verður greiddur út til styrkþega að námskeiði loknu, þegar lokaskýrsla og endanlegt uppgjör, ásamt nauðsynlegum fylgigögnum, hefur borist Rannís.
Meðfylgjandi er yfirlit yfir þær upphæðir sem nefndin miðar við við úthlutun styrkja.
Hafa skal til viðmiðunar neðangreindar upphæðir við úthlutun styrkja vegna sumarnámskeiða fagfélaga.
Viðmið um sundurliðun kostnaðar fyrir námskeið:
mv. 20 þátttakendur | Einn dagur | Tveir dagar | Þrír dagar | Fjórir dagar | Fimm dagar |
Laun fyrirlesara 8 klst., einn dagur | 150.000 | 300.000 | 450.000 | 600.000 | 750.000 |
Námsgögn (dæmi) | 6.000 | 12.000 | 18.000 | 24.000 | 30.000 |
Kaffi fyrir og eftir hádegi | 20.000 | 40.000 | 60.000 | 80.000 | 100.000 |
Umsjónarkostnaður fagfélags/skóla | Ræðst af umfangi vinnu |
Ef erlendur fyrirlesari er á námskeiðinu þá greiðir nefndin fargjald og gistingu fyrir hann.
Ef námskeið er haldið úti á landi má sækja um styrk vegna rútukostnaðar (gisting úti á landi er á kostnað þátttakenda).
Þeir þátttakendur sem sækja námskeið og búa í meira en 50 km. fjarlægð frá Reykjavík geta sótt um endurgreiðslu á ferða- og/eða gistikostnaði.
Til að þátttakendur fái endurgreiðslu vegna útlagðs kostnaðar þarf að skila inn reikningi/kvittun fyrir þeim kostnaði, ásamt upplýsingum um bankareikning sem hægt er að leggja styrkinn inná. Vegna aksturs er nóg að senda sömu upplýsingar í tölvupósti á ábyrgðaraðila námskeiðs. Styrkþegi heldur utan um þennan kostnað og greiðir einstaka kennurum, en kostnaður er endurgreiddur af SEF við uppgjör námskeiðs.
Ekki er greitt fyrir ferðir innan Reykjavíkur (s.s. bílaleigubílar, leigubílar eða annað).
Ekki er greitt sérstaklega fyrir fæði.
Flug að hámarki | Akstur að hámarki | Gisting að hámarki, pr. nótt | |
Grundarfjörður | 13.500 | 12.700 | |
Ísafjörður | 39.000 | 27.000 | 12.700 |
Sauðárkrókur | 21.000 | 12.700 | |
Akureyri | 37.500 | 24.000 | 12.700 |
Laugar | 37.500 | 25.500 | 12.700 |
Húsavík | 37.500 | 25.500 | 12.700 |
Egilsstaðir | 43.500 | 40.500 | 12.700 |
Neskaupstaður | 49.500 | 46.500 | 12.700 |
Höfn | 40.500 | 28.500 | 12.700 |
Vestmannaeyjar | 31.500 | 18.000 (Herj.+akstur) | 12.700 |
Laugarvatn | 6.000 | 12.700 | |
Akranes | 6.000 | ||
Keflavík | 4.500 | ||
Selfoss | 5.300 |
Ef faggreinafélög halda námskeið erlendis, verður það að vera á námskeið skipulagt af viðurkenndri menntastofnun erlendis eða sýnt fram á með vönduðum hætti hver gagnsemin er fyrir viðkomandi faggreinafélag.
Einungis eru styrkt námskeiðsgjöld, ferðir fyrir kennara utan af landi til Reykjavíkur og þóknun til skipuleggjanda fagfélags. Ferðir, uppihald, gisting, leigubílar o.þ.h. eru ekki styrkt af SEF. Stjórn SEF áskilur sér að auki alltaf þann rétt að setja þak á styrkupphæðir.
Tungumálakennarar geta farið út annað hvert ár og önnur félög þriðja hvert ár.
Góð rök skulu liggja fyrir gagnsemi þess að sækja námskeiðið erlendis.