Greiðslur
80% af styrkupphæð eru greidd við undirritun samnings og 20% við skil á tæknilegri lokaskýrslu og rannsóknarskýrslu eða lokaritgerð. Styrkir eru aðeins greiddir inn á reikning íslenskra háskóla, stofnana, fyrirtækja og nema með íslenska kennitölu.
Nemar sem fá greitt beint inn á sinn eigin bankareikning þurfa ekki að skila skattkorti þar sem núverandi skattár er ekki gert upp fyrr en ári seinna.
Skýrsluskil:
Við lok verkefnis þarf að skila inn tæknilegri og fræðilegri lokaskýrslu. Skýrsluskil fara í gegnum rafrænt kerfi Rannís. Það er engin ákveðin lengd á fræðilegu lokaskýrslu. Ýtarlegri upplýsingar varðandi skýrsluskil má finna hér.
Umsjónarmaður og nemar þurfa að undirrita fræðilega lokaskýrslu svo að skil séu samþykkt.
Okkur er umhugað um persónuvernd. Kynntu þér stefnuna okkar hér.
Loka