Leiðbeinendur þeirra voru: Gunnar Þór Hallgrímsson, dósent í dýrafræði við Háskóla Íslands, Kristrún Thors, sjálfstætt starfandi vöruhönnuður og stundakennari við Listaháskóla Íslands, og Valgerður Þórisdóttir, grunnskólakennari í Selásskóla. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Birgittu og Heiðdísi Ingu
Þekkirðu fuglinn? er þriggja mánaða rannsóknarverkefni sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið 2015. Viðfangsefni verkefnisins eru af tvennum toga; rannsókn á núverandi þekkingu barna á íslenskum fuglum og í framhaldi af því hönnun og gerð spils um fuglana sem kennarar geta nýtt sem námsgagn í náttúrufræði.
Í upphafi sumars var lögð könnun fyrir tæplega 400 nemendur í 4. bekk á höfuðborgarsvæðinu þar sem athugað var hvort þeir þekktu algengustu og mest einkennandi fugla í náttúru Íslands. Einnig voru kennsluhættir í fuglafræði skoðaðir. Í framhaldi af því tók við hönnun og gerð spilsins Fuglafár sem hefur það að markmiði að hjálpa börnum að þekkja útlit fuglanna og nöfn þeirra. Auk þess fá börnin ýmsar upplýsingar um þá, svo sem þyngd og lengd, fjölda eggja í hreiðri og hvaða ættbálkum þeir tilheyra ásamt skemmtilegum texta um hvern fugl. Markmið verkefnisins er að stuðla að bættri þekkingu grunnskólabarna á íslenskum fuglum með því að koma fram með nýstárlegar kennsluaðferðir sem auka fræðslu í gegnum leik. Samhliða því að kveikja áhuga barna á fuglunum er vonin sú að Fuglafár stuðli að enn frekari áhuga þeirra á náttúru Íslands og auki skilning á mikilvægi hennar.
Spilið hefur verið í prófun í grunnskólum í vetur og fengið góðar undirtektir. Næstu skref eru að hefja framleiðslu og munu umsagnir kennara og nemenda nýtast til betrumbóta svo að spilið verði að enn betra kennslutæki.
Þrjú önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:
Verðlaunin 2016
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands eru veitt árlega þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið áður. Verðlaunin voru fyrst veitt 1996 og voru því nú veitt í tuttugasta og fyrsta sinn. Verðlaunin 2016 voru púðar úr vörulínunni Notknot eftir Ragnheiði Ösp Sigurðardóttur vöruhönnuð sem framleiðir undir nafninu Umemi. Allir sem voru tilnefndir og hlutu þá viðurkenningu að verkefnið þeirra var valið sem öndvegisverkefni sjóðsins fengu viðurkenningarskjal undirritað af forsetanum.
Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins styrktu Nýsköpunarsjóð námsmanna við veitingu Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands árið 2016.