Þessar leiðbeiningar gilda fyrir styrkárið 2024.
Umsóknafrestur er til 6. febrúar 2024, kl. 15:00
Skilafrestur á lokaskýrslu er 26. september 2024.
Faglegt mat á umsókn byggir eingöngu á þeim upplýsingum sem gefnar eru í umsókn. Ekki er tekið við viðbótargögnum og ekki er tekið við umsóknum eftir að umsóknarfrestur rennur út.
Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum rafrænt umsóknakerfi Rannís.
Mikilvægt er að verkefni hafi vel skilgreindar rannsóknaspurningar/ tilgátur/ þróunarþátt og skýr markmið sem þykja líkleg til að stuðla að nýsköpun.
Gera skal grein fyrir hagnýtingu. Færa rök fyrir áætluðum ávinningi af nýtingu niðurstaðna verkefnisins. Ávinningur getur verið þekkingarlegur, umhverfislegur, hagrænn, félagslegur, fjárhagslegur o.s.frv. Hagnýting getur einnig verið í formi miðlunar, kynningu niðurstaðna og birtingu þeirra.
Gera verður grein fyrir þeim rannsóknar- og þróunaraðferðum sem notaðar eru og af hverju þær eru notaðar í hverju tilfelli. Aðferðafræði við söfnun upplýsinga og mat á gögnum þarf að liggja fyrir.
Umsóknarform gerir ráð fyrir verkefnisáætlun, umsækjandi tilgreinir hvað skal vera framkvæmt fyrir hverjar tvær vikur m.t.t. aðkomu nema og umsjónarmanns/manna
Gera skal grein fyrir samstarfi innan verkefnis, bæði milli ólíkra umsjónamanna og nema, sem og hvort um virkt samstarf milli háskóla, fræðasviða, rannsóknastofnana og fyrirtækja sé að ræða. Lýsa skal sérstaklega alþjóðlegu samstarfi í verkefninu ef það er fyrir hendi.