Hvernig er sótt um?

Leiðbeiningar til umsækjenda

Þessar leiðbeiningar gilda fyrir styrkárið 2024.

Styrkhæfi

  • Verkefnið þarf að vera rannsókna- og/eða þróunarverkefni.
  • Verkefnið má ekki vera lokaverkefni nemanda.
  • Háskólanemar í grunn- og meistaranámi geta sótt um styrk óháð landi háskóla. Nemendur þurfa að hafa umsjónarmann tilgreindan til að sækja um styrk.
  • Sérfræðingar innan háskóla, rannsóknarstofnana og fyrirtækja sem óska eftir að ráða háskólanema geta sótt um styrk. Umsjónarmenn geta sótt um án þess að tilgreina nemanda.
  • Hámarksfjöldi mánaða sem hægt er að sækja um fyrir nema er 3 mannmánuðir. Styrkur úr sjóðnum er 340.000 kr. á mánuði fyrir nemanda. Ekki er hámark á fjölda nemenda eða umsjónarmanna í verkefni.

Tímasetningar

  • Umsóknarfrestur fyrir umsóknir í Nýsköpunarsjóð námsmanna er auglýstur með a.m.k. 6 vikna fyrirvara. 
  • Umsóknafrestur er til 6. febrúar 2024, kl. 15:00

  • Skilafrestur á lokaskýrslu er 26. september 2024.

Samþykktur kostnaður

  • Greiddur er styrkur að hámarki 340.000 kr.á mánuði fyrir hvern nema. Styrkurinn er laun nema. Háskóli, rannsóknarstofnun eða fyrirtæki sér fyrir aðstöðu og efniskostnaði.

Hvað á umsókn að innihalda?

Faglegt mat á umsókn byggir eingöngu á þeim upplýsingum sem gefnar eru í umsókn. Ekki er tekið við viðbótargögnum og ekki er tekið við umsóknum eftir að umsóknarfrestur rennur út.

Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum rafrænt umsóknakerfi Rannís. 

  • Mikilvægt er að verkefni hafi vel skilgreindar rannsóknaspurningar/ tilgátur/ þróunarþátt og skýr markmið sem þykja líkleg til að stuðla að nýsköpun.

  • Gera skal grein fyrir hagnýtingu. Færa rök fyrir áætluðum ávinningi af nýtingu niðurstaðna verkefnisins. Ávinningur getur verið þekkingarlegur, umhverfislegur, hagrænn, félagslegur, fjárhagslegur o.s.frv. Hagnýting getur einnig verið í formi miðlunar, kynningu niðurstaðna og birtingu þeirra.

  • Gera verður grein fyrir þeim rannsóknar- og þróunaraðferðum sem notaðar eru og af hverju þær eru notaðar í hverju tilfelli. Aðferðafræði við söfnun upplýsinga og mat á gögnum þarf að liggja fyrir.

  • Umsóknarform gerir ráð fyrir verkefnisáætlun, umsækjandi tilgreinir hvað skal vera framkvæmt fyrir hverjar tvær vikur m.t.t. aðkomu nema og umsjónarmanns/manna

  • Gera skal grein fyrir samstarfi innan verkefnis, bæði milli ólíkra umsjónamanna og nema, sem og hvort um virkt samstarf milli háskóla, fræðasviða, rannsóknastofnana og fyrirtækja sé að ræða. Lýsa skal sérstaklega alþjóðlegu samstarfi í verkefninu ef það er fyrir hendi.

Mat á nýjum umsóknum

Umsóknir eru metnar út frá eftirfarandi viðmiðum:
  • Hvort verkefni hafi möguleika til að leiða til nýsköpunar (þekkingar og/eða tækni)
  • Eru hagnýtingar möguleikar tilgreindir í umsókn
  • Stuðlar verkefni að auknum tengslum háskóla, stofnana og/eða fyrirtækja,
  • Þeirri aðferðafræði sem tilgreind er í umsókn
  • Er verkefnisáætlun sett fram á skýran máta með rými fyrir sveigjanleika (ef við á)
  • Gefur verkefnið möguleika á sjálfstæðu framlagi nemanda.
  • Tilkynnt er um úthlutun á heimasíðu Rannís þegar úthlutun liggur fyrir. Umsjónarmenn og nemendur fá einnig sendan tölvupóst þar sem greint er frá niðurstöðu úthlutunar.







Þetta vefsvæði byggir á Eplica