Frestur um undirbúningsstyrki í tungumálaáætlunina (Nordplus Norden Sprog) hefur verið framlengdur til 5. desember 2017

30.10.2017

Tilgangurinn með undirbúningsstyrkjum er að veita samstarfsaðilum möguleika á að hittast og undirbúa umsóknir í Nordplus fyrir komandi umsóknarfrest sem er 1. febrúar 2018. 

Tungumálaætluninin Nordplus Nordens Sprog styrkir verkefni sem auka skilning og þekkingu á norrænum tungumálum, einkum dönsku, norsku og sænsku. Sérstök áhersla er lögð á að ná til barna og ungmenna. Menntastofnanir, einkaaðilar, félagasamtök eða aðrir sem starfa að nýsköpun í tungumálakennslu geta sótt um. Verkefni geta verið fjölbreytt en þurfa öll að tengjast tungumálakennslu. Við hvetjum sérstaklega þá sem eru að kenna börnum íslensku sem annað mál að skoða það að sækja um styrk til að kynnast samstarfsaðilum sínum á hinum Norðurlöndunum og skiptast á reynslu í tungumálakennslu. 








Þetta vefsvæði byggir á Eplica