Alla sem starfa að kennslu og miðlun norrænna tungumála og norrænna minnihlutatungumála á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum.
Aðaláhersla tungumálahluta Nordplus er á verkefni sem vinna með að auka norrænan málskilning. Dæmi um það getur verið að þróa námsefni, tölvuleiki eða öpp, rannsóknir, fræðsla, ráðstefnur o.fl.
Einnig er hægt að sækja um styrk til að stofna samstarfsnet á sviði norrænna tungumála.
Lágmarksþátttaka er tvö þátttökulönd og athugið að umsóknum skal skilað á dönsku, sænsku, norsku eða ensku.
Upplýsingablað um Nordplus norrænu tungumálaáætlunina
Opið er fyrir umsóknir um undirbúningsheimsóknir tvisvar á ári, í október og febrúar ár hvert.
Rannís veitir upplýsingar um áætlunina og aðstoðar umsækjendur með gerð umsókna. Starfsmenn Rannís meta umsóknir í samstarfi við skrifstofur á Norðurlöndum og Eystrarsaltslöndum.
Sótt er um í rafræna umsóknarkerfinu Espresso. Sjá nánar um umsóknarferlið hér.
Hægt er að nálgast ítarlegri upplýsingar á ensku og dönsku á samnorrænu síðu Nordplus Sprog.