Gerður er skriflegur samningur við styrkþega um styrk úr sjóðnum ef að styrkur nemur a.m.k. milljón krónum. Úthlutun styrks fellur niður ef veittur styrkur er ekki sóttur, nema ef um annað sé samið.
Lokaskýrsla berist Rannís í síðasta lagi 12 mánuðum eftir úthlutun styrksins, en þá skal verkinu vera að fullu lokið, nema um annað sé samið fyrir verklok.
Áfangaskýrslu skal skilað ef sótt er um styrk úr sjóðnum að nýju áður en lokaskýrsla fyrri styrks hefur borist (nær einnig til vorátaks 2020).
Ef styrkir eru veittir til lengri tíma en 12 mánaða skal skila áfangaskýrslu árlega sem er jafnframt beiðni um greiðslu.
Skýrslum (áfanga eða loka) er skilað í gegnum mínar síður Rannís. Ef við á birtist valkosturinn "skýrslur" á mínum síðum notanda sem ber ábyrgð á að skila skila skýrslum verkefnis. Hafið samband ef skýrsla birtist ekki á mínum síðum.
Gegnum mínar síður en til þess að svo geti orðið sendið tölvupóst á netfang sjóðsins tonlistarsjodur@rannis.is og tilgreinið eftirfarandi fyrir það verkefni sem skila á skýrslu fyrir: