Gerður er skriflegur samningur við styrkþega. Styrkur fellur niður ef hann er ekki sóttur innan 14 mánaða frá úthlutun, nema um annað verði samið.
Forsenda lokagreiðslu er að sviðslistaráð fallist á að framkvæmd verkefnisins hafi verið fullnægjandi og að styrkþegi hafi uppfyllt skilmála styrksins. Áfangaskýrslu skal skilað ef sótt er um styrk úr sjóðnum að nýju áður en lokaskýrsla fyrri styrks hefur borist.
Lokaskýrslu vegna ráðstöfunar styrks skal skilað innan sex mánaða frá þeim tíma að verki telst lokið samkvæmt skilmálum.
Heimilt er (samkvæmt samningi) að krefja styrkþega um að uppgjör sé staðfest af óháðum skoðunarmanni eða endurskoðanda.
Skýrslur vegna úthlutunar 2023 eru á "mínum síðum Rannís" þess sem sendi umsókn. Fyrir úthlutun 2023 er aðeins ein skýrsla fyrir bæði úthlutun sviðslistasjóðs og launasjóðs sviðlistafólks.
Senda þarf skýrslur vegna úthlutana sviðslistasjóðs 2021 og 2022 í tölvupósti (sjá nánar hér að neðan). ATH: Einnig þarf að skila skýrslu vegna listamannalauna, ef við á, en sú skýrsla er á "mínum síðum Rannís" þess sem sendi umsókn.
Mælt er með að klára skýrslur sviðslistasjóðs vegna 2021 og 2022 úthlutana í þessum skrefum:
ATHUGIÐ: Ef verkefnið fékk einnig úthlutun úr launasjóði sviðslistafólk þarf einnig að fylla út skýrslu fyrir listamannalaunin. Sú skýrsla er á "mínum síðum" umsækjanda og aðeins þarf að skila einni skýrslu fyrir hópinn.