Styrkþegi þarf að samþykkja skilmála styrks (rafræn undirritun).
Forsenda lokagreiðslu er að sviðslistaráð fallist á að framkvæmd verkefnisins hafi verið fullnægjandi og að styrkþegi hafi uppfyllt skilmála styrksins. Áfangaskýrslu skal skilað ef sótt er um styrk úr sjóðnum að nýju áður en lokaskýrsla fyrri styrks hefur borist.
Lokaskýrslu vegna ráðstöfunar styrks skal skilað innan tveggja mánaða frá þeim tíma að verki telst lokið samkvæmt skilmálum.
Skýrslur eru á "mínum síðum Rannís" þess sem sendi umsókn.
Ef styrkur er hærri en 6 milljón þarf einnig að fylgja „staðfesting frá óháðum einstaklingi/skoðunarmanni eða endurskoðanda“ (sjá í skilmálum styrks). Ekki er staðlað form fyrir þessa staðfestingu. Skjal þar sem skoðunarmaður staðfestir að hann hafi kynnt sér kostnað og tekjur tilgreinds verkefnis og staðfestir að meðfylgjandi fjarhagsyfirlit sé rétt.
Okkur er umhugað um persónuvernd. Kynntu þér stefnuna okkar hér.
Loka