Umsókn

Að fylla út umsókn - leiðbeiningarmyndband

Umsókn í sviðslistasjóð 2024 - umsóknarfrestur 2. október 2023, kl 15:00

Umsóknareyðublað sjóðsins er á rafrænu formi. Til þess að nálgast umsóknareyðublaðið þarf að tengjast umsóknarkerfi Rannís.

Matskvarði umsókna , lög um sviðslistir og reglur sjóðsins.

Umsókn í launasjóðs sviðslistafólks (listamannalaun)

Á síðu 4.3 í umsókn Sviðslistasjóð er hægt að sækja um í launasjóð sviðslistafólks. Umsótt listamannalaun skerða ekki umsótta upphæð úr sviðslistasjóði (nýtt) en ef þeim er úthlutað lækkar möguleg hámarksúthlutun úr sviðslistasjóði sem þeim nemur. 

Lög um listamannalaun (57/2009) og reglugerð um listamannalaun (834/2009) gilda um umsóknir um listamannalaun og ferli þeirra. Sjá einnig áherslur stjórnar listamannalauna .

Sviðslistafólk sem ætlar eingöngu að sækja um listamannalaun (ekki verkefnastyrk úr Sviðslistasjóði) gerir það í gegnum umsókn listamannalauna .

Fylgigögn umsókna (viðhengi og/eða tenglar)

Ferilskrár þátttakenda eiga að fylgja umsókn, teknar saman í eitt PDF skjal eða vísa til þeirra í tenglum. Önnur gögn til stuðnings umsókn gætu verið staðfestingar frá samstarfsaðilum, handrit og annað slíkt.
Ekki er tekið við fylgigögnum eftir umsóknarfrest, hvort sem þau eru ný eða leiðrétt.


 







Þetta vefsvæði byggir á Eplica