Úthlutunarnefndir

Mennta- og menningarmálaráðherra skipar árlega þriggja manna úthlutunarnefndir, eina fyrir hvern launasjóð, varamenn skulu skipaðir með sama hætti [3. gr. reglugerðar 834/2009].

Skipun er skv. tilnefningu eftirtalinna:

  • Launasjóður hönnuða: Hönnunarmiðstöð Íslands
  • Launasjóður myndlistarmanna:  Samband íslenskra myndlistarmanna
  • Launasjóður rithöfunda: Rithöfundasamband Íslands
  • Launasjóður sviðslistafólks: Leiklistarsamband Íslands
  • Launasjóður tónlistarflytjenda: Félag íslenskra hljómlistarmanna (2 fulltrúar), Félag íslenskra tónlistarmanna (1 fulltrúi)
  • Launasjóður tónskálda: Tónskáldafélag Íslands (2 fulltrúar), Félag tónskálda og textahöfunda (1 fulltrúi)

Úthlutunarnefndir eru skipaðar til eins árs í senn, en lögum samkvæmt er ekki unnt að skipa sama einstakling lengur en þrjú ár í röð til setu í úthlutunarnefnd. Nöfn nefndarmanna eru birt í tilkynningu um úthlutun.

Hjá öllum úthlutunarnefndum liggja skýr og ákveðin sjónarmið til grundvallar mati á umsóknum. Um er að ræða vinnuskjal, þar sem tekið er tillit til fyrirliggjandi verkefna, ferils umsækjanda og verkáætlunar. Með þessi atriði að leiðarljósi eru allar umsóknir vegnar og metnar.

Úthlutanir úr launasjóðum listamanna eru endanlegar á stjórnsýslustigi og sæta ekki kæru til ráðherra (sjá 14. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009). Einnig má benda á að skv. 3. tölul. 2. mgr. 21. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, ber stjórnvaldi ekki að veita rökstuðning þegar um er að ræða úthlutun styrkja á sviði lista, menningar eða vísinda.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica