Stjórn Listamannalauna hefur lokið við úthlutun starfslauna listamanna fyrir árið 2014. 773 umsóknir frá einstaklingum og hópum bárust til Rannís um starfslaun eða ferðastyrki fyrir árið 2014 og var úthlutað til 245 einstaklinga og hópa. Í heild var sótt um hátt í 10.000 mánuði en til úthlutunar voru 1600 mánaðarlaun. Meðaltal árangurshlutfalls þegar miðað er við niðurstöðu úthlutunar í mánuðum talið er 16% en þegar tekið er mið af úthlutun miðað við fjölda umsókna þá er árangurinn 32%.
Þessar töflur sýna skiptingu á milli sjóða og árangurshlutfall. Einnig sýnir töflurnar kynja- og búsetuskiptingu.
Okkur er umhugað um persónuvernd. Kynntu þér stefnuna okkar hér.
Loka