Áherslur stjórnar listamannalauna fyrir úthlutun 2025

LISTSKÖPUN Í FORGRUNNI
Stjórn listamannalauna leggur áherslu á að vinna og verkefni til grundvallar umsóknar um starfslaun sé í forgrunni við mat á umsóknum um starfslaun. Matskvarðinn sem notaður er við úthlutun endurspeglar þá áherslu og vegur lýsing á vinnu og verkefni 50%, ferill listamanns 30% og verk- og tíma áætlun 20%.

FJÖLBREYTNI OG NÝLIÐUN
Stjórn listamannalauna leggur áherslu á að úthlutanir endurspegli þá fjölbreyttu flóru listafólks og listsköpunar sem blómstrar á hverjum tíma. Til að tryggja eðlilega nýliðun skal úthluta að lágmarki 7% mánaða hvers sjóðs til nýliða. Nýliðar teljast listamenn sem aldrei hafa fengið úthlutun og listamenn sem hafa fengið allt að þriggja mánaða úthlutun einu sinni. Áhersla á nýliðun mun aukast á næstu árum með auknum fjölda mánaða til úthlutunar og verða 10% fyrir úthlutun ársins 2028.

Lengd listamannalauna
Stjórn listamannalauna mælist áfram til þess að almennt séu ekki veittir fleiri en 12 mánuðir í senn (gæti komið til endurskoðunar á næstu árum þegar mánuðum til úthlutunar fjölgar). Úthlutanir til styttri tíma en 6 mánaða skulu ekki vera skemmri en til 3 mánaða og mega ekki fara yfir 10% mánaðarfjölda hvers sjóðs, fyrir utan samstarfsúthlutanir til tónlista- og sviðslistahópa. Æskilegt er að umsóttur fjöldi listamannalauna sé í samræmi við lengd listamannalauna samkvæmt 12. grein laga um listamannalaun.

Sýnileiki listamannalauna
Launþegum sjóðsins ber að geta þess við birtingu umsóknaverka sinna að þeir hafi notið listamannalauna. Merki listamannalauna er að finna hér.

Almennar upplýsingar og leiðbeiningar um gerð umsókna
Sjá undir „ Umsóknir og mat umsókna “ leiðbeiningar um gerð umsókna og almenn atriði sem hafa ber í huga. Sjá einnig undir „ Spurt og svarað “ ýmist atriði sem reglulega er spurt um.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica