Stjórn

Ráðherra skipar stjórn Hljóðritasjóðs til þriggja ára í senn. Samtónn tilnefnir tvo fulltrúa sem skulu hafa þekkingu og reynslu á sviði tónlistarútgáfu eða tónlistarlífs og ráðherra skipar einn án tilnefningar sem skal vera formaður sjóðsstjórnar.

Hlutverk stjórnar sjóðsins er að fjalla um umsóknir sem sjóðnum berast. Ráðherra úthlutar styrkjum úr Hljóðritasjóði að fenginni tillögu stjórnar sjóðsins.

Stjórn Hljóðritasjóðs er þannig skipuð:

  • Unnur Birna Björnsdóttir, formaður, skipuð án tilnefningar.
  • Eiður Arnarsson, varaformaður, skipaður samkvæmt tilnefningu Samtóns.
  • Ólafur Hólm Einarsson, skipaður samkvæmt tilnefningu Samtóns.

Varamenn eru:

  • Ingibjörg Sigurjónsdóttir, skipuð án tilnefningar.
  • Jóhann Ágúst Jóhannsson, skipaður samkvæmt tilnefningu Samtóns.
  • Kristjana Stefánsdóttir, skipuð samkvæmt tilnefningu Samtóns.







Þetta vefsvæði byggir á Eplica