Kvikmyndaframleiðendur, dreifendur kvikmynda- og sjónvarpsefnis, söluaðilar og annað fagfólk innan kvikmynda- og margmiðlunargeirans. Aðeins lögaðilar geta sótt um, einstaklingar eru ekki styrktir.
Media er til þróunar á leiknum kvikmyndum og sjónvarpsefni, skapandi heimildamyndum, teiknimyndum og tölvuleikjum og fyrir dreifingu og sölu á kvikmyndum og margmiðlunarefni. Einnig býður Media upp á stuðning við kvikmyndahátíðir, þjálfun fagfólks í geiranum og tengslanet sem styðja samstarf listamanna landa milli.
Í umsóknargátt ESB er hægt að sjá alla umsóknarfresti og nálgast umsóknargögn.
Creative Europe kvikmynda og menningaráætlunin hefur gefið út myndband í samvinnu við Hjörleif Jónsson kvikmyndagerðarmann sem sýnir fjölbreytt yfirlit styrktra kvikmynda- og menningarverkefna með íslenskri þátttöku síðastliðin 7 ár.
Sjón er sögu ríkari:
Creative Europe-myndband - yfirlit verkefna með íslenskri þátttöku sl. 7 ár
MEDIA styrkir kvikmyndaframleiðendur, dreifendur kvikmynda og sjónvarpsefnis, söluaðila og annað fagfólk innan kvikmynda- og margmiðlunargeirans til að hrinda af stað og dreifa verkefnum með evrópskri vídd innan Evrópu og á alþjóðlegan markað.
Áhersla er lögð á samstarf þvert á virðis keðju aðildarríkja með það að markmiði að styðja við vöxt fyrirtækja í kvikmyndaframleiðslu og margmiðlun.
Innihald (Content): hvatt er til samstarfs og nýsköpunar í framleiðslu hágæðaverkefna.
Viðskipti (Business): ýta undir viðskiptatengda nýsköpun, samkeppnishæfni, vaxtarmöguleika og hæfileika til að styrkja hlut evrópskrar kvikmyndargerðar í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi.
Áhorfendur (Audience): styðja aðgengi og sýnileika verka fyrir væntanlega áhorfendur með skipulagðri dreifingu og nýjum leiðum til að nálgast áhorfendur.
Stefnumótun (Policy): styðja við stefnumótandi umræður og skoðanaskipti, rannsóknir og skýrslugerð. Koma af stað vitundarvakningu í greininni.
Aðeins lögaðilar geta sótt um og ekki er um neina styrki að ræða til einstaklinga. Skilyrði úthlutunar eru mismunandi eftir þeim flokki sem sótt er um til.
Allar nánari upplýsingar um menningarhluta Creative Europe er hægt að nálgast á miðlægri vefsíðu áætlunarinnar.