Úthlutað hefur verið ríflega 47 milljónum króna til þriggja verkefna úr kvikmyndahluta Menningaráætlunar ESB

8.6.2016

Íslenskum fyrirtækjum hefur gengið vel í styrkúthlutunum það sem af er ári. Átta íslenskar umsóknir hafa borist í MEDIA og þrjár þeirra fengu samtals ríflega 47 milljónum úthlutað.

Ríflega 47 milljónum króna (337.685 evra) hefur verið úthlutað til þriggja verkefna úr MEDIA kvikmyndahluta menningaráætlunar ESB og skiptust styrkirnir á eftirfarandi hátt:

Styrkir til framleiðenda

Styrkir til undirbúnings kvikmynda til íslenskra fyrirtækja: 
Styrkir til undirbúnings einstakra verkefna til íslenskra fyrirtækja. Á fyrsta skilafresti umsókna fóru ein íslensk umsókn og fékk því miður ekki úthlutun.

Styrkir til framleiðenda til framleiðslu á sjónvarpsefni:
Á fyrsta skilafresti umsókna 2016 fór ein íslensk umsókn og fékk úthlutun uppá 271.685€.

  • Mystery Island ehf. fékk úthlutað 271.685€ fyrir leiknu sjónvarpsþáttaröðina  „Fanga“

Lán og styrkir til dreifingar á evrópskum kvikmyndum (valkerfið)

Á fyrsta skilafresti umsókna fóru 5 íslenskar umsóknir og ein þeirra fékk úthlutun.

  • Bíó Paradís - 1 kvikmynd (A Perfect Day, 3.000€)   

Styrkir til kvikmyndahátíða

Á fyrsta skilafresti umsókna fór ein íslensk umsókn og fékk hún úthlutun.

  • Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík - RIFF fékk úthlutað 63.000€.

Samtals fóru 8 umsóknir á fyrsta hluta ársins 2016 og fengu 3 þeirra úthlutanir fyrir 337.685€.

MEDIA / Kvikmyndir og margmiðlun, undiráætlun Creative Europe, styður evrópska kvikmyndagerð og margmiðlun með styrkjum til þróunar, dreifingar og kynningar á kvikmyndum og tölvuleikjum. Áætlunin styður verkefni með evrópska og alþjóðlega skírskotun og notkun á nýrri tækni.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica