Sumarfréttir Creative Europe 2023

12.6.2023

MEDIA - Metþátttaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda árið 2023. Á fyrstu fimm mánuðum ársins 2023 hafa verið sendar inn 16 umsóknir frá íslenskum aðilum og er ánægjulegt að sjá hve mikil gróska er í kvikmyndagerð meðal íslensks fagfólks sem starfar í faginu um allan heim.  

Fimm umsóknir voru sendar inn í sjónvarpssjóð MEDIA og tvær umsóknir fóru í kvikmyndahátíðasjóð MEDIA Festival á fyrri hluta ársins. Níu umsóknir voru sendar inn í Þróunarsjóð MEDIA, þar sem m.a. var sótt um styrki til að þróa 25 verkefni af ýmsu tagi, kvikmyndir, sjónvarpsþáttaraðir, heimildamyndir og stuttmyndir.

Opna umsóknarfresti auglýstir í haust

Culture – Metfjöldi íslenskra þátttakenda í evrópskum samstarfsverkefnum

Bókmenntaþýðingar (Literary translation). Umsóknarfrestur var 7. mars, ein umsókn barst frá íslenskri útgáfu

Samstarfsverkefni (Co-operation projects)

Umsóknarfrestur var 9. mars og bárust fimm umsóknir um samstarfsverkefni sem stýrt er af íslenskum aðilum, auk þess sem 13 evrópskar umsóknir voru með íslenskri þátttöku. Svör til umsækjenda eru væntanleg í júlí.

Creative Europe Platforms og Creative Europe Networks. Næstu umsóknarfrestir verða snemma árs 2024 en að jafnaði er opnað fyrir umsóknir þremur mánuðum fyrir umsóknarfrest.

Opna umsóknarfresti Creative Europe Platforms og Creative Europe Networks     

Tímasetningar fyrir næstu auglýsingar (umsóknarfrestur þremur mánuðum síðar)

  • Co-operation projects / samstarfsverkefni: auglýst í október 2023 
  • Platforms: auglýst í nóvember 2023
  • Networks: auglýst í desember 2023
  • Literary translations / bókmenntaþýðingar: auglýst í janúar 2024

Sjá nánar fréttabréf júní 2023:

 Fréttabréf Creative Europe - júní 2023 








Þetta vefsvæði byggir á Eplica