Sumarfréttir Creative Europe 2022

23.8.2022

Einstök þátttaka í Creative Europe! Ferðastyrkir listamanna væntanlegir 2022!

Creative Europe MEDIA – frábær árangur á fyrsta ári nýrrar áætlunar

Um 84 milljónir voru veittar í styrki til íslenskrar kvikmyndagerðar frá MEDIA áætluninni á árinu 2021. Ný áætlun fór af stað haustið 2021 og íslenskt kvikmyndagerðarfólk sótti um styrki af fullum krafti. Af átta innsendum umsóknum fengu fimm úthlutun og fengu samtals úthlutað 599.000 € á árinu, eða rúmar 84 milljónir króna.

Styrkir til undirbúnings og framleiðslu kvikmynda

Á fyrsta skilafresti MEDIA Mini Slate/þróun voru sendar inn þrjár íslenskar umsóknir til undirbúnings kvikmynda og fengu tvær þeirra úthlutun. Framleiðslufyrirtækið Glassriver fékk 195 þúsund evru styrk til að þróa þjár sjónvarpsþáttaraðir og framleiða stuttmynd. Þá fékk fyrirtækið Poppoli 120.000€ styrk til að þróa tvær bíómyndir og eina heimildamynd.

Styrkir til samþróunarverkefna

Tvær umsóknir fóru inn í nýjan samþróunarsjóð og fengu báðar umsóknirnar úthlutun;Netop Films fékk 109.000€ styrk til að þróa verkefnið „Blessað stríðið“ og Joint Motion Pictures fékk 120.000€ styrk til að þróa verkefnið „The Love that Remains“.

Ein umsókn var send inn fyrir stærri verkefnapakka og fékk ekki úthlutun. Samtals var úthlutað 544.000€ til þróunar á átta kvikmyndum og sjónvarpsverkefnum.

Styrkir til framleiðslu á sjónvarpsefni

Ein umsókn um framleiðslustyrkifyrir sjónvarpsefni var send inn en fékk ekki úthlutun.

Styrkir til kvimyndahátíða

Á fyrsta skilafresti fór ein íslensk umsókn frá kvikmyndahátíðinni RIFF fyrir hátíð á árinu 2022 og fékk hún úthlutað 55.000€.

Námskeið og tengslanet

MEDIA styður margvísleg námskeið tengslanet. MEDIA viðburðir skapa ýmis tækifæri til starfsþróunar og tengslamyndunar fyrir fagfólk í kvikmyndagerð og margmiðlun, sjá nánar.


Creative Europe menning - Góð þátttaka í evrópsku menningarsamstarfi

Nítján aðilar taka þátt í Creative Europe menningarsamstarfs-umsóknum, umsóknarfrestur var til 5. maí 2022– fimm umsóknir voru sendar inn með íslenskum stjórnendum og fjórtán hérlendar lista- og menningarstofnanir/fyrirtæki taka þátt í samstarfsumsóknum sem evrópskir kollegar stýra.

Menningarverkefni raðast í 3 flokka eftir styrkupphæðum:

  • Þriggja landa samstarf er styrkt allt að 200 þúsund €,
  • fimm landa samstarf allt að ein milljón € og
  • tíu landa samstarf er styrkt allt að 2 milljónum €.

Mikil og góð þátttaka leiðir vonandi til jákvæðrar niðurstöðu umsækjenda. Íslenskar menningarstofnanir eru öflugir umsækjendur í Creative Europe en 2021 tóku 13 mennningarstofnanir þátt og þar af einn stjórnandi verkefnisumsóknar.

Ekki er búið að auglýsa næsta umsóknarfrest að hausti 2022. Eingöngu lögaðilar geta sótt um. Forgangsatriði samstarfsverkefna eru: Inngilding, grænar áherslur og jafnrétti.

Íslensk útgáfufyrirtæki eru með umsóknir í bókmenntaþýðingum CE. Niðurstöður liggja ekki fyrir.


Culture moves Europe ferðastyrkir til menningar- og listamanna

Markmið ferðastyrkja er að ná til amk 7000 manns á næstu þremur árum en fjárlög áætlunarinnar eru 21 milljón€.

Styrkir verða veittir til:

  • Listamanna,
  • menningarstarfsmanna,
  • gestgjafa styrkhafa.

Þátttakendur allra sviða skapandi greina og þátttökulanda í Creative Europe gefast tækifæri til að:

  • Sinna starfsþróun,
  • framleiðslu og/eða vinna að alþjóðlegu samstarfi,
  • kynna vinnu/verk til nýrra áheyrenda.

Evrópusambandið hefur samið við Goethe-Institut að hafa umsjón með ferðaáætluninni fyrir lista- og menningarfólk í Evrópu. Auglýst verður eftir umsóknum að hausti 2022.


Creative Europe skiptist í þrjár meginstoðir:

  1. MEDIA (kvikmynda- og margmiðlunarverkefni),
  2. Menningarverkefni á sviði menningar og skapandi greina, og
  3. Þveráætlun: samvinna þvert á skapandi greinar, nær einnig yfir fjölmiðla.

Markmið áætlunarinnar

  • Að styrkja listrænt og menningarlegt samstarf á Evrópuvísu.
  • Að styðja við útrás evrópskrar menningar með áherslu á hagrænan og félagslegan ávinning.
  • Að leggja sérstaka áherslu á nýsköpunarverkefni sem ná mikilli útbreiðslu.
  • Að ýta undir nýsköpun, sjálfbærni og samkeppnishæfni í Evrópu.
  • Áhersla á þverfaglegar nýjungar og aukið samstarf milli menningargreina: Ýtt undir fjölbreytt, sjálfstætt og margbreytilegt miðlaumhverfi / fjölmiðlalæsi. Á þann hátt er stutt við listrænt tjáningarfrelsi, þvermenningarleg samskipti og jöfn tækifæri.
  • Creative Europe styrkir verkefni sem nýtast til að styðja við ýmis stefnumál framkvæmdastjórnar ESB eins og t.d. grænar lausnir (Green Deal), jöfn tækifæri, sjálfbærni og jafnrétti kynjanna.

Creative Europe styður:

  • Culture moves Europe: ferðastyrkir til listamanna og gestgjafa listamanna.
  • Margvíslegar evrópskar menningarviðurkenningar
  • Bókmenntir/European prize for literature
  • Byggingarlist /EU prize for contemporary Architecture – The Mies van der Rohe award Menningararfleifð/ Europa Nostra
  • Evrópskar menningarborgir/European capitals of culture
  • Tónlist/Music Moves Europe, Effe labebl o.fl.
  • Evrópskar menningarborgir/European capitals of culture

Hverjir geta sótt um?

Allir lögaðilar, menningarfyrirtæki og –stofnanir, geta sótt um til Creative Europe en skilyrði er að þátttakendur séu frá aðildarríkjum Evrópusambandsins og /eða Íslandi, Noregi og Liechtenstein.

Umsóknargátt ESB








Þetta vefsvæði byggir á Eplica