Perform Europe – tvö íslensk verk styrkt 2024

28.11.2024

Perform Europe er styrktarsjóður evrópskra sviðslista. Sjóðurinn styrkir alþjóðleg net og samstarf og styður inngildingu, fjölbreytni og græn verkefni í 40 evrópskum þátttökulöndum.

Lögð er á áhersla á að styðja sjálfbærni og inngildingu til að koma á breytingum í sviðslistageiranum og jafna dreifingu styrkja til þátttökulanda. Sérstök áhersla er lögð á að ná til hópa og samfélaga sem eru á viðkvæmum svæðum.

Perform Europe styrkti tvö verkefni 2024 með íslenskri stjórn eða þátttöku:

When the Bleeding Stops
Fyrirtækið Stór og smá hlaut 60.000 evrur fyrir verkefni When the Bleeding Stops sem unnið er í samstarfi við við aðila í Slóvakíu, Póllandi, Slóveníu, Ungverjalandi, Ítalíu og Litháen. Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, sem er margverðlaunaður danshöfundur og dansari stýrir verkinu. Verkið fjallar um þögn og bannhelgi sem sveipar tíðahvörf kvenna. Lovísa tengist konum á sýningarstöðum víðs vegar og býður þeim á svið. Sýningin er því í stanslausri þróun og verður fyrir áhrifum nærsamfélagsins. Markmið verkefnisins er að breyta og opna orðræðu um tíðahvörf í vestrænu samfélagi.
Nánar um: When the Bleeding Stops

The Mountain Range, Beyond Borders
Reykjavík Dance Festival tekur þátt í verkefninu sem er stýrt af Ítölummeð þátttöku frá Spáni, Portúgal og Íslandi. Heildarstyrkur verkefnisins er 60.000 evrur.
The Mountain Range, Beyond Borders (MRBB) er stýrt af Lisa Gilardino frá Italíu. Verkefnið snýst um að finna staði í náttúrunni sem breytast í sífellu, tengjast þeim í núvitund og hugleiðslu. Þátttökulöndin finna staði rafrænt með hjálp heimamanna.
Nánar um: The Mountain Range, Beyond Borders
Nánar um öll verkefnin

Listi yfir öll verkefnin








Þetta vefsvæði byggir á Eplica