Opið er fyrir umsóknir í Culture Moves Europe
Ferðastyrkir eru veittir til listamanna og menningarstarfsfólks í Evrópu.
Culture Moves Europe veitir ferðastyrki til listamanna og fagfólks í menningarmálum í öllum 40 Evrópulöndum innan Creative Europe. Styrkirnir eru veittir til eftirfarandi sviða:
- Arkitektúrs
- Menningararfs
- Hönnunar
- Bókmennta
- Tónlistar
- Myndlistar
- sviðslista.
Hæfiniviðmið: Einn áfangastaður, eitt verkefni og
einn samstarfsaðili í Evrópu.
Umsækjendur verð að hafa náð 18 ára aldri.
Lengd ferðar: 7-60 dagar en ef hópur allt að 2-5 manns er tímabilið 7-21 dagur.
Ferðastyrkur: 350 evrur og uppihald er 75 evrur á dag.
Umsóknarfrestur er til 31. maí 2024 en umsóknarfrestir eru mánaðarlega fram í maí.