Menningarstyrkir til Úkraínu

28.11.2024

Umsóknarfrestur er til 6. febrúar 2025.

Framkvæmdastjórn ESB hefur ákveðið að stuðningur til úkraínska menningargeirans á árinu 2025 verður fimm milljónir evra. Stuðningur verður veittur til þriggja verkefna, eitt fyrir hvert eftirtalinna markmiða:

  • Stuðningur við úkraínska listamenn og menningarstofnanir til listsköpunar með samstarfsaðilum og úkraínskri list komið á framfæri í Úkraínu og til þátttökuþjóða Creative Europe.

  • Aðgengi aukið fyrir brottflutta Úkraínubúa að úkraínskri list og menningararfi.

  • Unnið að bataferli eftirstríðstíma fyrir úkraínska menningar- og listasviðið.

Einungis úkraínskar stofnanir og fyrirtæki geta tekið þátt en með evrópskri þátttöku. Markmiðið er að koma á framfæri fjölmenningu og auðvelda aðlögun brottfluttra í nýjum aðstæðum. 

Nánari upplýsingar








Þetta vefsvæði byggir á Eplica