MENNING: Úthlutanir ársins 2020

15.12.2020

Við lok þessa tímabils (2014-2020) Creative Europe áætlunarinnar hafa 12 íslenskar menningarstofnanir eða félög þegið um 1,1 milljón evrur í styrki til evrópskra samstarfsverkefna.

 

45 milljónir ISK fóru til þriggja menningarverkefna í ár

Creative Europe styrkir þrjú samstarfsverkefni 2020 þar sem íslenskir aðilar taka þátt í og fá þeir hátt í 300.000€ í sinn hlut eða um 45 milljónir ISK. Íslensku þátttakendurnir eru: Academy of the Senses, Dance Festival og Alternance slf.

  • Academy of the senses fær 72.353€ í sinn hlut.
  • Reykjavík Dance Festival fær 85.000€ í sinn hlut.
  • Alternance fær 140.354€ í sinn hlut


Akademía skynjunarinnar verkefnið Common Ground
Félagið tekur þátt í myndlistarverkefninu Common Ground (COMG), sem er samvinna listamanna og fræðimanna frá Íslandi, Póllandi og Litháen til þriggja ára.

Myndlistarsýningar verða settar upp í þátttökulöndunum en verkefninu er einnig ætlað að vera fræðileg rannsókn á líðan, afstöðu og hugmyndum fólks um sín heimkynni og leita svara við spurningunni „Hvar á ég heima“?
Spurningin er pólitísk, menningarleg, vistfræðileg, mannfræðileg og landfræðileg í hnattrænum heimi þar sem heimurinn skreppur ört saman vegna síaukins upplýsingaflæðis og fólksflutninga milli svæða.

Markmið verkefnisins er að skapa samræður um hugmyndina Common Ground / sameiginlega jörð milli heimamanna, innflytjenda, listamanna og fræðimanna frá ólíkum menningarheimum. Fjölbreytileikinn auðgar líf okkar og eyðir fordómum.
Heildarstyrkur verkefnisins er um 200.000€ þar af fær Akademía skynjunarinnar 72.353€.


Alternance slf - arkitektúr og skipulag - Verkefnið: Human Cities
Um er að ræða samevrópskt verkefni til 4 ára þar sem unnið er við afskekkta staði Creative works with small and remote places. Á Íslandi verður rannsakað almenningsrými með "MAPS - multidisciplinary assessment of a public space" verkfæri sem byggir á tvíþættri nálgun með sameiginlegu markmiði þ.e. að skrá sögulega þróun og umhverfisleg gæði í almenningsrýmum ásamt áhrifum þess á mannlíf. Þetta er þverfagleg rannsókn sem tengir saman borgarskipulag, arkitektúr, sagnfræði og umhverfissálfræði.

Markmiðið er að þróa verkfæri sem nýtist hönnuðum og yfirvöldum í skipulagsvinnu.
Samstarfsaðilarnir eru Politecnico di Milano frá Ítalíu - Ecole Supérieur d'Art et de Design frá Frakklandi - Clear Villager Trustee Limited frá Bretlandi - FH Johanneum Gesellshaft MBH frá Austurríki - Urbanisticni Institut Republike Slovenije frá Slóveníu - Eeesti Disainerite Liit MTU frá Estóníu - Panepistimio Aigaiou frá Grikklandi - Universidade da Madeira frá Portúgal - Zamek Cieszyn frá Póllandi.
Heildarstyrkur til verkefnisins er 1.744.520€ og styrkupphæð Alternance slf er 140.354€. 


Reykjavík Dance Festival - verkefnið Feminist Futures
tekur þátt í samstarfsverkefninu: adap advancing performing arts project – Feminist Futures.

Verkefninu stýrir APP Tanzfabrik í Berlin en þátttakendur koma frá Belgíu, Frakklandi, Póllandi, Ítalíu, Hollandi, Noregi, Serbíu, Portúgal.

Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á misrétti í samtíma-sviðslistum. Feminist futures er nýstárlegt verkefni þar sem komið er á framfæri listaverkum sem kalla á jákvæða sýn á framtíðina án kynþáttafordóma og þjóðernishyggju í Evrópu.

Markmiðið er að styrkja nýja kynslóð 20 listamanna til að setja á svið verk með sterka þjóðfélagslega tengingu og koma síðan á framfæri víðs vegar í Evrópu.

Verkefnið tengist Evrópskri hátíð sem kallast Everybody‘s Sisters Europe. Boðið verður upp á alls kyns námskeið fyrir þátttakendur og tækifæri til listamannadvalar í Rio De Janeiro Escola live de Danca da Maré of Lia Rodrigues og dagskrá fyrir unga rithöfunda and gagnrýndendur með fókus á Vestur – Balkan svæðið.

Haldin verður vegleg lokaráðstefna og niðurstöðum um verkefnið verður dreift víða. Reykjavík Dance Festival fær 85000€ í sinn hlut en verkefnið í heild fær 2.000.000€
Sjá nánar um verkefnið. Home | apap (apapnet.eu)

Sjá hér upplýsingar um úthlutun til Creative Europe menningarverkefna.
Íslendingar eru með umsóknir í bókmenntaþýðingum CE frá vor- usóknarfresti. Niðurstöður liggja enn ekki fyrir en verða munu birtast hér.  

Sjá einnig í desember 2020 fréttabréfi Creative Europe ásamt öðrum upplýsingum








Þetta vefsvæði byggir á Eplica