MENNING: Úthlutanir ársins 2019

20.12.2019

Um 30 milljónir króna er úthlutað til íslenskra þátttakenda árið 2019 í fimm samstarfsverkefnum á sviði barnamenningar, tónlistar, danslistar, og safnamenningar.

 

Barnamenning

BigbangÍ ár komu verkefnið List fyrir alla og Barnamenningarhátíð í Reykjavík inn í samstarfsverkefnið Big Bang sem hóf göngu sína í fyrra. Verkefninu er stýrt af Zonzo Compagnie en þátttakendur eru 11 evrópskar borgir. Í samstarfi við verkefnið mun Reykjavíkurborg halda tónlistarhátíð fyrir börn á næstu þremur árum, 2020, 2021 og 2022.

Styrkupphæðin sem fellur í hlut Reykjavíkurborgar er 80.475 €.

Sjá nánar: www.bigbangfestival.eu

Tónlist

Einkofi tekur þátt í tónlistarverkefninu Moving Classics Sonic Flux (MCSF) til 3 ára. Verkefnið er evrópskt net fyrir nýja tónlist, stofnað til þess að semja, flytja og kynna nýja, klassíska tónlist fyrir breiðari hóp áhorfenda. Mun verkefnið standa að röð hátíða til að flytja ný verk, ásamt vinnustofum og umræðum sem tengja flytjendur og áhorfendur. Einnig verður unnið að fagþróun listamanna sem leita nýrra leiða til samstarfs og tilrauna. Einnig verður leitast við að móta nýja sýn á tónlistarstarf og mikilvægi þess fyrir sameiginlega, evrópska sjálfsmynd.

Heildarstyrkur til verkefnisins er 200.000 €. Styrkupphæð til Einkofa er 65.610 €.

Sjá nánar: www.curatedplace.com/moving-classics

Iceland Airwaves hátíðin tekur þátt í verkefninu Keychange sem stýrt er af Reeperbahn í Þýskalandi. Aðrir þátttakendur koma frá Eistlandi, Noregi, Ítalíu, Írlandi, Frakklandi, Englandi, Svíþjóð, og Spáni. Verkefnið er framhald smærra samstarfsverkefnis með sama titli og er ætlað að skapa opnari tónlistarheim fyrir framtíðarkynslóðir. Verkefnið miðar að því að valdefla tónlistarmenn og áheyrendur, og þrýsta á tónleikahaldara að jafna hlut kynjanna í tónlistargeiranum.

Heildarstyrkur til verkefnisins er 1.4 milljóna €. Hlutur Iceland Airwaves er 69.300 €.

Sjá nánar: www.keychange.org

Airwavesomam_crop_1575983030748

Danslist

Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar á Ísafirði tekur þátt í verkefninu DanceMe UP. Verkefnið byggir á stafrænni tækni í kóreografíu. Um er að ræða framhaldsverkefni en frá árinu 2011 hafa verið sett upp 21 dansatriði víðs vegar í Evrópu undir merkjum DanceMe UP. Verkefnisstjóri er frá Ítalíu en þátttakendur eru frá Frakklandi, Finnlandi, Þýskalandi, Sviss og Íslandi. Stefnt er að því að framleiða sex mynd- og dansverk þar sem stafræn tækni er nýtt. Listaskólinn hefur umsjón með dvöl dansara á Ísafirði, og nemendur skólans taka þátt í námskeiðum í þátttökulöndum á tímabilinu 2020-2022.

Heildarstyrkur fyrir verkefnið er 200.000 €. Styrkur Creative Europe til Listaskólans er 22.963 €.

Sjá nánar: www.danceme.org

Söfn

Safnaráð er þátttakandi í samstarfsverkefninu MOI! Museums of Impact. Markmið verkefnisins er að þróa líkan fyrir sjálfsmat safna og gæðaþróun, sem nýtist bæði söfnum og eftirlitsaðilum eins og safnaráði. Verkefnið eykur áhrif safna á samfélagið og bætir þjónustu við það. Safnaráð er einn af 11 samstarfsaðilum verkefnisins en Finnish Heritage Agency leiðir verkefnið. Auk Íslands koma þátttakendur frá Ítalíu, Grikklandi, Þýskalandi, Eistlandi, Finnlandi, Hollandi og Austurríki.

Heildarstyrkur er 365.650€ hlutur Safnaráðs er 10.450 €.

Bókmenntaþýðingar
Bókaútgáfur á Íslandi sendu ekki inn umsóknir í ár. Niðurstöður úthlutunar 2019 eru birtar hér (veljið "Literary translation"): eacea.ec.europa.eu/creative-europe/selection-results_en








Þetta vefsvæði byggir á Eplica