MEDIA sjónvarps- og streymisveitur styrkja framleiðslu á sjónvarpsefni

27.11.2024

Margar íslenskar þáttaraðir hafa verið framleiddar með stuðningi frá sjónvarpssjóðnum á síðustu árum.

Verkefnið verður að vera forselt til a.m.k. tveggja sjónvarpsstöðva (eða efnisveitu) sem senda út í þátttökulöndum MEDIA.

Skilyrði fyrir umsókn er að verkefnið sé þegar fjármagnað a.m.k. 40% og það sé staðfest. Þá þarf 50% af heildarkostnaði að koma frá löndum sem taka þátt í MEDIA áætluninni.

Hægt er að sækja um allt að 300.000 evra fyrir skapandi heimildarmyndir sem eru a.m.k. 50 mín. að lengd og allt að 500.000 evra fyrir leikið sjónvarpsefni a.m.k 90 mín. að lengd og teiknimyndir sem eru a.m.k. 24 mín.  Hægt er að sækja um eina milljón evra, fyrir verkefni sem kosta 10 milljónir evra eða meira og 2 milljónir evra fyrir verkefni sem kosta meira en 20 milljónir evra í framleiðslu.

Umsóknir verða að berast FYRIR fyrsta tökudag.
Ef myndin fer í framleiðslu fyrir skilafrest er hægt að skila henni á netinu fyrir fyrsta tökudag.  

Þau sem hafa áhuga á að sækja um, er ráðlagt að vera í sambandi við skrifstofu MEDIA áætlunarinnar hjá Rannís. Það gildir líka fyrir þau sem eiga eftir að skrá fyrirtæki í gagnagrunn ESB. Best er að senda tölvupóst og fá símafund með starfsmanni.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica