Hörkuþátttaka íslenskra kvikmyndagerðarmanna í Creative Europe/MEDIA á árinu 2021

28.12.2022

Á upphafsári nýrrar áætlunar bárust umsóknargögn seint í júní en þrátt fyrir það stóðu íslenskir kvikmyndagerðarmenn sig með mikilli prýði. Átta umsóknir voru sendar inn á haustmánuðum 2021, fimm fengu úthlutun og var heildarupphæð styrkja 599.000 evra.    

MEDIA þróunarsjóður minni verkefnapakki. Development Mini – Slate 2-3 verkefnapakkar. Þrjú íslensk fyrirtæki sendu inn umsóknir fyrir þróun átta verkefna.
Tvö fyrirtæki fengu úthlutanir

Glassriver ehf. fékk 195 þúsund evrur til að þróa þrjár sjónvarpsþáttaraðir:
The Trip, Magalúf og As Long As We Live auk stuttmyndarinnar The Return einnig styrk.

Poppoli ehf. fékk 120 þúsund evrur í styrk til að þróa tvær kvikmyndir:
East by Eleven og The Ghost in the House auk heimildarmyndarinnar Self Defence.

MEDIA Evrópsk samþróunarverkefni European co-development er nýr umsóknarflokkur hjá CE/MEDIA. Tvær íslenskar umsóknir bárust til þróunarverkefna með öðrum Evrópulöndum og fengu báðar umsóknir úthlutun.
Fyrirtækið Join Motion Pictures og danska fyrirtækið Snowglobe fengu 120 þúsund evrur til að þróa kvikmyndin The Love that Remains í leikstjórn Hlyns Pálmasonar og
Fyrirtækið Netop Films ehf. og danska fyrirtækið Profile Pictures fengu 109 þúsund evrur til að þróa kvikmyndina Blessað stríðið sem Grímur Hákonarson mun leikstýra.

Samtals fengu fjögur fyrirtæki styrki til að þróa átta verkefni upp á 544.000 evra.

MEDIA festivals ein umsókn fór í flokk kvikmyndahátíða og fékk RIFF – Reykjavík International Film Festival úthlutun að upphæð 55.000 evrur fyrir hátíðina í september 2021.

MEDIA þróunarsjóður stærri verkefnapakkiSlate development: Ein umsókn um þróun á fimm verkefnum var send inn en fékk ekki úthlutun.

MEDIA Sjónvarp og rafrænt streymi: Ein umsókn barst í sjónvarpssjóð CE/MEDIA frá Íslandi. 








Þetta vefsvæði byggir á Eplica