Evrópsk samstarfsverkefni 2018

Menning

22.8.2017

Auglýst verður eftir umsóknum um styrki til samstarfsverkefna síðar á þessu ári, væntanlega í lok september 2017.

Að þessu sinni bætist við ný tegund verkefna sem er sérstaklega tileinkuð Evrópska menningararfs­ársins 2018 (e. European Year of Cultural Heritage). Hægt er að kynna sér betur markmið og áherslur nýja verkefnaflokksins á vefsíðu EACEA

Eins og áður verður auglýst eftir umsóknum um styrki til minni og stærri samstarfsverkefna, upplýsingar um þau má finna á heimasíðu Rannís

Nánari upplýsingar fást hjá okkur á upplýsingaskrifstofu Creative Europe, creative.europe@rannis.is eða 515-5800.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica