Einkofi leiðir evrópskt samstarfsverkefni
Á þessu ári hafa styrkir að upphæð 3,1 milljón evra farið til íslenskrar þátttöku í Creative Europe; 1,5 milljón evra til menningarverkefna og 1,6 milljón evra til MEDIA kvikmynda og tölvuleikja.
Menningarfyrirtækið Einkofi Productions nýtur hæsta verkefnisstyrks á Íslandi til þessa eða 1 milljón evra og er það einstakur árangur. Einkofi leiðir menningarverkefnið Moving Classics: Sonic Bridges til fjögurra ára í félagi við fimm samstarfsaðila frá Írlandi, Kýpur, Norður-Makedóníu, Svartfjallalandi og Bosníu og Herzegóvínu.
Markmið verkefnisins er að leiða saman listamenn frá samstarfslöndunum ásamt framleiðendum og samfélagsrýnum og skilgreina þema og hugmyndir sem Menningarborg Evrópu 2028, Skopje í Norður-Makedóníu, mun byggja á Culture over Division. Verkefnið tekur á viðfangsefnum eins og þjóðaruppbyggingu, þjóðarímynd, sjálfstæði, fólksflutningum, evrópskri sjálfsmynd og hnattvæðingu. Listamenn skoða merkingu þess að vera Evrópubúi í alþjóðlegu og staðbundnu samhengi og sjónum er beint að evrópskri sjálfsmynd á jaðri Evrópu.
Þrjár samstarfsumsóknir voru sendar inn með íslenskri verkstjórn og var verkefni Einkofa eitt valið. Fjórir íslenskir þátttakendur í verkefnum hlutu styrki á árinu 2024, en 21 þátttakandi sótti um. Samtals er styrkupphæð til þessara verkefna 488.000 evar .