CULTURE - Umsóknarfrestur í samstarfsverkefni Co-operation projects

27.11.2024

Umsóknarfrestur er í maí 2025.

Samstarfsverkefni skiptast í:
Minni verkefni / Small scale: 

  • minnst þrjú samstarfslönd og styrkur er allt að 200.000 evrur  og 80% framlag.
Stærri verkefni / Medium scale: 
  • minnst fimm samstarfslönd og styrkur er allt að einni milljón evra og 70% framlag.
Stór verkefni / Large scale:
  • minnst 10 samstarfslönd og styrkur er allt að 2 milljónum evra og 60% framlag.

Verkefni geta varað í allt að 48 mánuði.

Fyrir hverja: Stofnanir, félög og fyrirtæki á sviði menningar og skapandi greina. 

Verkefni er skylt að hafa skýra evrópska tengingu/evrópska vídd, sem er kjarni áætlunarinnar.
Athugið að stofnun getur sent inn umsókn sem verkstýrandi í einni umsókn og sem þátttakandi í tveimur öðrum verkefnum (stærð skiptir ekki máli).

Annað tveggja markmiða komi fram í verkefnisumsókn:

  1. Evrópskt samstarf í sköpun og miðlun evrópskrar menningar og lista og að koma listafólki á framfæri landa á milli.

  1. Nýsköpun, að skapandi greinar innan Evrópu styrki og næri hæfileikafólk sem leiði til atvinnusköpunar og vaxtar.  








Þetta vefsvæði byggir á Eplica